NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin

Langar þig að aðstoða mig í mínu lífi?

Óska eftir að ráða aðstoðarkonu í 60 - 100% starf. Ég er hreyfihömluð kona, nota hjólastól og þarf aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs heima hjá mér í Mosfellsbæ og úti í samfélaginu. Aðstoðarkonur þurfa að aðstoða mig við að ferðast á milli staða – aka bílnum mínum sem er sjálfskiptur og með lyftubúnaði sem ég leiðbeini með.

Ég er sviðshöfundur, listakona og skáld og þarf oft aðstoð við ýmislegt tengt þeim verkefnum. Að vera verklagin og með góðar fínhreyfingar er eitt af því sem aðstoðarkona þarf að búa yfir. Annað sem ég leita eftir í fari aðstoðarkonu er að eiga auðvelt með að lesa í aðstæður, geta dregið sig í hlé, vera til staðar en einnig haft ofan fyrir sér þegar rólegt er. Sé jákvæð, þolinmóð og geti tekið leiðsögn um þau verk sem ég þarf aðstoð við. Að geta stigið inn í mitt leikrit þar sem ég er hverju sinni.

Starfið byggir á hugmyndafræði um Sjálfstætt líf og Notendastýrða Persónulega Aðstoð – NPA. Um er að ræða vaktavinnu; daga, kvöld, nætur (þ.e. hvíldarvaktir, sofandi vaktir) og um helgar. Starfsmannaherbergi og sér baðherbergi er til staðar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar/SGS.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskukunnátta og vera orðin 22 ára
  • Ökuréttindi og hafa akstursreynslu
  •  Líkamlega hraust og handlagin/verklagin
  •  Þolinmæði og sveigjanleiki
  • Stundvís og reyklaus í vinnunni
Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar