
Vatnsendaskóli
Í Vatnsendaskóla er lögð rík áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Áhersla er lögð á umhverfis-, rannsóknar- og vettvangsnám. Gildi skólanámskrár byggjast á virðingu, vináttu, samvinnu og skapandi skólastarfi. Sérstök áhersla er lögð á náttúrufræði og raungreinar og útikennsla er ríkur þáttur í skólastarfinu þar sem skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn.
Í Vatnsendaskóla er litið á hvern árgang sem eina heild. Kennarar árgangsins bera sameiginlega ábyrgð á nemendum og vinna saman að því að skipuleggja nám nemenda. Þetta fyrirkomulag stuðlar að sveigjanleika og býður upp á möguleika að breyta hópum í samræmi við viðfangsefni og aukna samkennslu þar sem það á við. Þannig nýtist styrkur og hæfni starfsfólks nemendum.

Frístundaleiðbeinendur í Vatnsendaskóla
Vatnsendaskóli óskar eftir frístundaleiðbeinendum í 20%-45% starf eftir hádegi. Ráðningatími er til 6. júní 2025.
Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 570 nemendur og 90 starfsmenn. Við skólann er starfrækt frístundin Stjörnuheimar fyrir nemendur í 1. til 4. bekk. Vinnutími frístundaleiðbeinenda getur hentað fólki sem er í námi.
Vatnsendaskóli er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.
Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Frístundastarf með nemendum í 1.- 4. bekk.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
- Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
- Frumkvæði og sköpunargleði
Fríðindi í starfi
Frítt í sund fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar.
Auglýsing birt21. febrúar 2025
Umsóknarfrestur7. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Funahvarf 2, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiTeymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Vinagerði

Sérkennsla í Vinagerði
Leikskólinn Vinagerði

Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöðina Heklu
Kringlumýri frístundamiðstöð

Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Lækjarsel - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Stórskemmtilegt sumarstarf í íbúðakjarna!
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Stuðningsfjölskylda
Seltjarnarnesbær

Tímabundin afleysing - fullt starf eða hlutastarf.
Leikskólinn Nóaborg

Leikskólaráðgjafar óskast á yngsta-, mið- og elsta stig.
Framtíðarfólk ehf.