
Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Viltu bætast í frábæran hóp okkar í leikskólanum Ösp?
Leikskólinn er lítill og heimilislegur og starfsemi skólans leggur mikla áherslu á auðugt málumhverfi, vellíðan og starfsaðferðir sem mæta þörfum fjölbreytileika barnahópsins, sem er með ríkan tungumála- og menningarbakgrunn.
Við leitum að starfsmanni í leikskólann Ösp, sem er staðsettur í hjarta Fellahverfisins og stutt í útivistarparadís Elliðaárdalsins. Mikil áhersla er á málþroska og læsi og er öflugt samstarf milli skólanna í hverfinu með það að markmiði að stuðla að jöfnum tækifærum barnanna til að láta drauma sína rætast.
Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt, gefandi og getur þú haft áhrif á þau ævintýri sem skapast þar á hverjum degi!
Bæði fullt starf og hlutastarf í boði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur með og tekur virkan þátt í leik og starfi með börnunum á deildinni bæði inni og úti.
Sinnir þeim störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.
Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.
-
Góð íslenskukunnátta skilyrði, lágmark á stigi C1 skv. evr. tungumálarammanum
-
Reynsla af starfi í leikskóla.
-
Stundvísi og faglegur metnaður.
-
Frumkvæði, áhugi og vilji til að leita nýrra leiða.
-
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
-
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
-
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Fríðindi í starfi
- Menningarkort – bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- Heilsuræktarstyrkur
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.
Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur4. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Iðufell 16, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Frístundaleiðbeinendur í Vatnsendaskóla
Vatnsendaskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Vinagerði

Sérkennsla í Vinagerði
Leikskólinn Vinagerði

Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Lækjarsel - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Óska eftir leikskólakennara/starfsmann á deild
Waldorfskólinn Sólstafir

Stórskemmtilegt sumarstarf í íbúðakjarna!
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Stuðningsfjölskylda
Seltjarnarnesbær

Tímabundin afleysing - fullt starf eða hlutastarf.
Leikskólinn Nóaborg