Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Stuðningsfulltrúi við Kleppjárnsreykjadeild GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir stuðningsfulltrúa fram á vor í 70-100% stöðu.

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva skóli í Borgarfirði staðsettar á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi.

Grunnskóli Borgarfjarðar er teymiskennsluskóli þar sem kennarar vinna í teymi með samkennslu tveggja til fjögurra árganga. Stuðningsfulltrúi vinnur með nemendum undir stjórn kennara. Skólinn vinnur eftir gildum heilsueflingar og grænfána og er leiðtogaskóli. Nánar um stefnu skólans er á heimasíðunni www.gbf.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar nemanda/nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Vinnur eftir áætlun sem umsjónarkennari hefur útbúið í samráði við fagstjóra sérkennslu, sálfræðing eða annan ráðgjafa
  • Aðstoðar nemanda/nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
  • Aðlagar verkefni að getu nemandans samkvæmt leiðbeiningum kennara
  • Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum athöfnum t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfa og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt
  • Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
  • Styrkir jákvæða hegðun nemenda og vinnur gegn neikvæðri hegðun, t.d. með því að fylgja nemanda tímabundið afsíðis
  • Aðstoðar nemanda/nemendur við að klæðast, matast og aðrar athafnir daglegs lífs ef þeir eru ófærir um það sjálfir
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi í skóla æskileg.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Gott vald á íslensku.
Auglýsing birt17. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hvanneyri, 311 Hvanneyri
Varmaland-skóli 134934, 311 Borgarnes
Kleppjárnsreykir lóð , 320 Reykholt í Borgarfirði
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar