
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Stuðningsfulltrúi við Kleppjárnsreykjadeild GBF
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir stuðningsfulltrúa fram á vor í 70-100% stöðu.
Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva skóli í Borgarfirði staðsettar á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi.
Grunnskóli Borgarfjarðar er teymiskennsluskóli þar sem kennarar vinna í teymi með samkennslu tveggja til fjögurra árganga. Stuðningsfulltrúi vinnur með nemendum undir stjórn kennara. Skólinn vinnur eftir gildum heilsueflingar og grænfána og er leiðtogaskóli. Nánar um stefnu skólans er á heimasíðunni www.gbf.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar nemanda/nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
- Vinnur eftir áætlun sem umsjónarkennari hefur útbúið í samráði við fagstjóra sérkennslu, sálfræðing eða annan ráðgjafa
- Aðstoðar nemanda/nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
- Aðlagar verkefni að getu nemandans samkvæmt leiðbeiningum kennara
- Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum athöfnum t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfa og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt
- Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
- Styrkir jákvæða hegðun nemenda og vinnur gegn neikvæðri hegðun, t.d. með því að fylgja nemanda tímabundið afsíðis
- Aðstoðar nemanda/nemendur við að klæðast, matast og aðrar athafnir daglegs lífs ef þeir eru ófærir um það sjálfir
- Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af starfi í skóla æskileg.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Jákvæðni og sveigjanleiki.
- Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Gott vald á íslensku.
Auglýsing birt17. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hvanneyri, 311 Hvanneyri
Varmaland-skóli 134934, 311 Borgarnes
Kleppjárnsreykir lóð , 320 Reykholt í Borgarfirði
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (8)

Flokkstjórar í Vinnuskóla Borgarbyggðar
Borgarbyggð

Skólaritari við Grunnskólann í Borgarnesi
Borgarbyggð

Leiðbeinandi í sumarfjöri
Borgarbyggð

Leikskólakennari/Leiðbeinandi í Klettaborg
Borgarbyggð

Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar
Borgarbyggð

Spennandi sumarstarf í búsetuþjónustu
Borgarbyggð

Sumarstörf í áhaldahúsi
Borgarbyggð

Einstaklingsstuðningur fyrir börn og ungmenni
Borgarbyggð
Sambærileg störf (12)

Frístundaleiðbeinendur í Vatnsendaskóla
Vatnsendaskóli

Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Stórskemmtilegt sumarstarf í íbúðakjarna!
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Stuðningsfjölskylda
Seltjarnarnesbær

Lindaskóli leitar að góðum stuðningsfulltrúa á yngsta stig!
Lindaskóli

Frístundaleiðbeinandi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Skemmtilegt og fjölbreytt starf í íbúðakjarna!
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Holtasel - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær

Frístundaleiðbeinendur óskast til starfa
Varmárskóli

Viltu vinna í 7 tíma, en fá greidda 8!
Leikskólar stúdenta