Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Frístundaleiðbeinandi við Eskifjarðarskóla

Laus er til umsóknar tvær stöður frístundaleiðbeinanda við Eskifjarðarskóla. Ráðið er tímabundið í starfið til 5. júní nk. Starfið er í lengdri viðveru, Dvölinni eftir hádegi. Vinnutími er frá 13:00-16:00. Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks. Við skólann starfa 38 starfsmenn og í skólanum eru um 150 nemendur.

Eskifjörður er einn af byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Þar er góður leik- og grunnskóli. Í Fjarðabyggð er öflugt íþrótta- og tómstundastarf og ókeypis samgöngur innan Fjarðabyggar. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingarmöguleika. Á Eskifirði er einnig ein besta sundlaug á Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar yfirmann frístundar við dagleg störf í frístund
  • Hjálpar nemendum við að skipuleggja og framkvæma ýmis þroskandi verkefni
  • Gefur nemendum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt inni sem úti
  • Aðstoðar nemendur í kaffi-og matartímum
  • Gætir fyllsta öryggis í vinnu með nemendum og forðast þær aðstæður sem geta reynst geta hættulegar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með börnum er æskileg.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Færni í að eiga gott samstarf við stjórnendur og samstarfsmenn.
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur5. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar