Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Sumarafleysing - Starfsmaður í heimaþjónustu

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til sumarstarfs í heimaþjónustu í Fjarðabyggð.

Um er að ræða 100% starfshlutfall og er unnið öllu jafna inni á heimilum og eftir þjónustusamningum hvers og eins þjónustuþega, staðsetningin er því breytileg.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Félagslegur stuðningur
  • Stuðningur við þau verk sem þarf að leysa af hendi á heimili notanda svo að hann geti búið heima.
  • Veita persónulega aðstoð
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi
  • Mikilvægt er að starfsmenn tali og skilji íslensku
  • Gerð er krafa um hreint sakavottorð
  • Bílpróf og bíll til umráða
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur12. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar