Verkís
Verkís
Verkís

Sérfræðingur í raforkukerfum

Við leitum eftir rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi, helst með reynslu af vinnu eða verkefnastjórnun við framleiðslu-, flutnings- og/eða dreifikerfi raforku.

Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði raforkukerfa í virkjunum, tengivirkjum, veitukerfum og iðnaði ásamt prófunum og gangsetningum kerfa á verkstað. Verksviðið getur orðið fjölbreytt og náð allt frá frumathugunum og valkostagreiningum að útboðshönnun og yfirferð á hönnun verktaka. Í sumum tilvikum er deilihönnun einnig unnin af hópnum. Hvert verkefni er leitt af verkefnisstjóra sem hefur með sér aðra sérfræðinga í takt við umfang verkefnisins. Vinnan er því teymisvinna og þörf á miklum og góðum samskiptum innan húss sem utan. Starfið tilheyrir rafbúnaðarhópi Orku- og iðnaðarsviðs.

Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfni sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rafmagnsverkfræðingur eða rafmagnstæknifræðingur
  • Hönnun rafkerfa
  • Stjórnun verkefna
  • Þekking á helstu forritum sem notuð eru við hönnun rafkerfa
  • Vinna við uppsetningu rafkerfa er æskileg
  • Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt21. desember 2024
Umsóknarfrestur12. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar