

Hjúkrunarfræðingur á Líknardeild
Hjúkrunarfræðingur óskast til fjölbreyttra og krefjandi starfa á líknardeild í fallegu umhverfi við sjávarsíðuna í Kópavogi.
Líknarhjúkrun og líknarmeðferð miðast við að bæta lífsgæði sjúklinga og veita virkan stuðning við aðstandendur þeirra.
Á líknardeild starfa um 60 einstaklingar og mikil áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu og fjölskylduhjúkrun. Starfsumhverfið einkennist að miklum faglegum metnaði og góðum starfsanda. Boðið er upp á fræðslu og starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Sálrænn stuðningur og viðrunarfundir eru fastir þættir sem stuðningur við starfsfólk deildarinnar, leitt af reyndum fagaðilum.
Starfshlutfall er samkomulag og vinnufyrirkomulag vaktavinna. Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Áhugasömum er boðið að hafa samband við Ólöfu Ádsísi deildarstjóra og sjálfsagt að koma og skoða aðstæður. Næg bílastæði eru við líknardeildina.
















































