Aðstoðarmaður stjórnenda á skrifstofu félagsráðgjafa og sálfræðinga
Þjónusta félagsráðgjafa og sálfræðinga vill ráða til starfa öflugan liðsmann sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í þverfaglegu umhverfi. Þjónustan heyrir undir geðþjónustu en nær yfir öll klínísk svið spítalans. Starfið felur í sér að vera aðstoðarmaður yfirfélagsráðgjafa og yfirsálfræðings við ýmis sérhæfð verkefni.
Við leitum eftir jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi með gott viðmót og ríka þjónustulund til að annast fjölbreytt verkefni. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Félagsráðgjafa- og sálfræðiþjónustan eru í stöðugri framþróun og því unnið að margvíslegum umbótaverkefnum. Ýmis tækifæri eru til að dýpka þekkingu sína.
Vinnuvika starfsfólks í félagsráðgjafa- og sálfræðiþjónustu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Ráðið er í starfið frá 20. janúar 2025 eða skv. nánara samkomulagi.