Kópavogsbær
Kópavogsbær

Kópavogsbær

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið. Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum. Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti. Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best. Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

15All jobs
Múlaþing
Múlaþing

Múlaþing

Lyngás 12, 700 Egilsstaðir
General application

Múlaþing er sveitarfélag á Austurlandi sem samanstendur af fjórum byggðarkjörnum; Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Sveitarfélagið er eitt víðfeðmasta sveitarfélag landsins, en það spannar rúm 10% af flatarmáli Íslands. Íbúar Múlaþings eru um það bil 5300 talsins og af þeim starfa að jafnaði hjá sveitarfélaginu í kringum 630 manns. Starfsemi sveitarfélagsins er mjög fjölbreytt en innan þess er allt frá skrifstofustörfum í stjórnsýslu sveitarfélagsins og sólarhrings umönnunarþjónustu - yfir í rekstur hafnarmannvirkja, leik- tónlist- og grunnskóla, skólaþjónustu, félagsþjónustu, slökkviliða, hæfingastöðvar, vinnuskóla, bókasafna, menningarmiðstöðva, dagþjónustu aldraðra, mötuneyta, þjónustumiðstöðva, íþróttamiðstöðva og sundlauga. Störf inan sveitarfélagsins snerta þannig samfélagið allt á einn eða annan hátt. Stjórnsýsla Múlaþings skiptist í þrjú svið en þau eru stjórnsýslu- og fjármálasvið, fjölskyldusvið og umhverfis- og framkvæmdarsvið. Undir þessi svið falla síðan öll störf hjá sveitarfélaginu. Múlaþing vill skapa góðan, eftirsóknarverðan og öruggan vinnustað með hamingjusömu starfsfólki sem ber virðingu fyrir hvert öðru. Sveitarfélagið leggur áherslu á heilbrigði og vellíðan og að vinnustaðurinn sé laus við hvers kyns ofbeldi. Þá vill sveitarfélagið laða að fólk með þekkingu og efla starfsþróun. Sveitarfélagið leggur áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki. Með þjálfun starfsfólks og markvissri endurgjöf stjórnenda er stuðlað að frekari þekkingu og færni sem skilar betri árangri og skapar jákvæð tengsl. Múlaþing vill veita góða þjónustu og skapa traust með faglegum vinnubrögðum og verklagi. Með vel skilgreindum verkferlum skal lágmarka mistök og koma í veg fyrir mismunun. Vinnustaðurinn Múlaþing er framsækinn, tekst á við áskoranir og skipar sér í forystu þegar kemur að þróun í samfélaginu. Í stóru samfélagi myndast ýmis tækifæri og er starfsfólki Múlaþings treyst til að fylgja eftir þeim hugmyndum sem kunna að vakna.

9All jobs
Leikskólar Kópavogsbæjar
Leikskólar Kópavogsbæjar

Leikskólar Kópavogsbæjar

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Kópavogsbær rekur 21 leikskóla í bæjarfélaginu. Heildarfjöldi starfsfólks leikskóla bæjarins er rúmlega 700. Starf í leikskóla er fjölbreytt og skemmtilegt og enginn dagur er eins. Í leikskólum Kópavogs er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun og að mæta þörfum hvers barns. Vel er tekið á móti nýju starfsfólki leikskóla og því veitt markviss starfsþjálfun til að skapa vellíðan og virðingu fyrir starfinu. Í leikskólum Kópavogs er um 33% starfsfólks leikskólakennaramenntað. Fleiri munu bætast í hópinn á næstunni þar sem fjöldi starfsfólks stundar nám í leikskólakennarafræðum með styrk frá bænum. Starfsfólk er hvatt til að sækja um námsstyrki en í boði er styrkur til náms í leikskólakennarafræðum í allt að 7 ár, auk styrks til að stunda leikskólaliðanám í framhaldsskólum. Starfsfólk leikskóla getur sótt um forgang í leikskóla fyrir börnin sín auk þess að fá 40% afslátt af leikskólagjöldum. Starfsfólk leikskóla fær fríar máltíðir og borðar með börnunum. Allt fastráðið starfsfólk Kópavogsbæjar á rétt á líkamsræktarstyrk. Leikskólar Kópavogs loka flestir milli jóla og nýárs, í dymbilviku og vetrarleyfum og þá býðst starfsfólki að taka út hluta af uppsafnaðri vinnutímastyttingu. Ávallt eru þó opnir tveir leikskólar eða fleiri í samræmi við fjölda barna sem kjósa að vera í leikskóladvöl þessa daga. Leikskólar Kópavogs vinna markvisst að innleiðingu Barnasáttmálans í öllu sínu starfi. Fimm leikskólar í Kópavogi voru fyrstu leikskólar í heiminum til að innleiða réttindaleikskóla Unicef og fleiri leikskólar í bænum vinna nú að verkefninu. Kópavogsbær er einnig annað tveggja sveitarfélaga á landinu sem er viðurkennt barnvænt sveitarfélag Unicef. Allir leikskólar í Kópavogi hafa innleitt vináttuverkefni Barnaheilla.

8All jobs
Byko
Byko

Byko

Skemmuvegur 2A, 200 Kópavogur

BYKO rekur eina stærstu byggingavöruverslun landsins í Breiddinni í Kópavogi, auk verslana á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Saga BYKO hófst árið 1962 þegar Guðmundur H. Jónsson og Hjalti Bjarnason opnuðu fyrstu BYKO verslunina við Kársnesbraut í Kópavogi. Frá upphafi kappkostuðu félagarnir að veita viðskiptavinum sínum, fagmönnum jafnt sem almennum húsbyggjendum, framúrskarandi þjónustu. Þessi gildi frumkvöðlanna lögðu grunninn að uppbyggingu fyrirtækisins sem nú er leiðandi í sölu á byggingavörum hér á landi. BYKO er fjölskyldufyrirtæki og skilar það sér í menningu félagsins. Hjá BYKO starfar fjölbreyttur hópur fólks af fagmennsku, framsækni og með gleðina í fyrirrúmi. Markmið okkar er ávallt að veita viðskiptavinum okkar og starfsfólki bestu heildarupplifunina af BYKO. Við hjá BYKO trúum við því að starfsfólkið okkar sé okkar mikilvægasta auðlind til að ná árangri. Því hefur félagið sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun starfsfólks af BYKO sem vinnustað. Lykillinn að því að fá gott starfsfólk til starfa er að hafa gott orðsport, sterka ímynd og vinnustað sem starfsfólk mælir með. Framtíðarsýn okkar vinnur að því markmiði. Við erum stolt af því að vera vottuð sem frábært vinnustaður af Great Place to Work. Við leggjum áherslu á að stuðla að trausti, vellíðan og helgun meðal okkar starfsfólks og er vinnustaðagreining Great Place to Work okkar verkfæri í þeirri vegferð. Við leggjum áherslu á að mæta starfsfólki okkar þar sem það er á hverjum tíma. Fríðindi starfsfólks stuðla að heilbrigðari vinnustaðamenningu þar sem er sveigjanleiki og góð samþætting á vinnu og einkalífi. BYKO hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt og hefur með því skuldbundið sig til að greiða starfsfólki sem sinna sömu eða sambærilegum störfum sambærileg kjör. Félagið undir gengur árlega úttekt af utanaðkomandi óháðum aðila til að viðhalda vottun félagsins. Við bjóðum starfsfólki okkar upp á: • Fjárhagslegan styrk í allt að þrjá mánuði í fæðingar- og foreldraorlofi • Samgöngustyrk • Velferðarstyrk • Aðgang að velferðarþjónustu Heilsuverndar • Líkamsræktartyrk • Frí rafbílahleðsla á flestum starfsstöðvum • Sturtuaðstöðu á starfsstöðvum • Sveigjanlegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi • Niðurgreiðsla á hádegismat • Afsláttur á vörum í verslun • Árshátíð og haustfögnuð • Jólagjöf og páskagjöf • Gjafir vegan starfsaldurs • Fjarvinnu hluta úr viku fyrir störf þar sem það er möguleiki Stjórnendur og starfsfólk BYKO leggja mikla áherslu á að styrkja starfsemina og bæta þjónustuna við viðskiptavini sína. Á síðari árum hefur BYKO haslað sér völl erlendis, meðal annars með uppbyggingu á öflugu timburfyrirtæki í Lettlandi. Þar er unnið timbur og timburafurðir auk þess framleiðir verksmiðjan glugga og hurðir úr timbri, svo og álklædda timburglugga.

8All jobs