Kópavogsbær
Kópavogsbær

Kópavogsbær

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið. Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og tvö stoðsvið, stjórnsýslusvið og fjármálasvið. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum. Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti. Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni.. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best. Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

20All jobs
Múlaþing
Múlaþing

Múlaþing

Lyngás 12, 700 Egilsstaðir
General application

Múlaþing er sveitarfélag á Austurlandi sem samanstendur af fjórum byggðarkjörnum; Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Sveitarfélagið er eitt víðfeðmasta sveitarfélag landsins, en það spannar rúm 10% af flatarmáli Íslands. Íbúar Múlaþings eru um það bil 5300 talsins og af þeim starfa að jafnaði hjá sveitarfélaginu í kringum 630 manns. Starfsemi sveitarfélagsins er mjög fjölbreytt en innan þess er allt frá skrifstofustörfum í stjórnsýslu sveitarfélagsins og sólarhrings umönnunarþjónustu - yfir í rekstur hafnarmannvirkja, leik- tónlist- og grunnskóla, skólaþjónustu, félagsþjónustu, slökkviliða, hæfingastöðvar, vinnuskóla, bókasafna, menningarmiðstöðva, dagþjónustu aldraðra, mötuneyta, þjónustumiðstöðva, íþróttamiðstöðva og sundlauga. Störf inan sveitarfélagsins snerta þannig samfélagið allt á einn eða annan hátt. Stjórnsýsla Múlaþings skiptist í þrjú svið en þau eru stjórnsýslu- og fjármálasvið, fjölskyldusvið og umhverfis- og framkvæmdarsvið. Undir þessi svið falla síðan öll störf hjá sveitarfélaginu. Múlaþing vill skapa góðan, eftirsóknarverðan og öruggan vinnustað með hamingjusömu starfsfólki sem ber virðingu fyrir hvert öðru. Sveitarfélagið leggur áherslu á heilbrigði og vellíðan og að vinnustaðurinn sé laus við hvers kyns ofbeldi. Þá vill sveitarfélagið laða að fólk með þekkingu og efla starfsþróun. Sveitarfélagið leggur áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki. Með þjálfun starfsfólks og markvissri endurgjöf stjórnenda er stuðlað að frekari þekkingu og færni sem skilar betri árangri og skapar jákvæð tengsl. Múlaþing vill veita góða þjónustu og skapa traust með faglegum vinnubrögðum og verklagi. Með vel skilgreindum verkferlum skal lágmarka mistök og koma í veg fyrir mismunun. Vinnustaðurinn Múlaþing er framsækinn, tekst á við áskoranir og skipar sér í forystu þegar kemur að þróun í samfélaginu. Í stóru samfélagi myndast ýmis tækifæri og er starfsfólki Múlaþings treyst til að fylgja eftir þeim hugmyndum sem kunna að vakna.

5All jobs
Brimborg
Brimborg

Brimborg

Bíldshöfði 6, 110 Reykjavík
General application

Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims eins og Volvo, Ford, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel ásamt Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo Penta bátavélum. Brimborg er umsvifamikið í innflutningi, sölu, þjónustu og útleigu á farar- og flutningatækjum til atvinnurekstrar eða einkanota og býður meðal annars hjólbarða frá Nokian og útleigu bíla frá Dollar og Thrifty. Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, bílasölu fyrir fólksbifreiðar, atvinnubíla- og atvinnutæki, bílaleigu og víðtæka varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir bíla og atvinnutæki. Starfsstöðvar Brimborgar eru í dag átta talsins í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akureyri. Þótt auður hvers fyrirtækis felist að miklu leyti í góðu skipulagi og rekstri er mannauðurinn ekki síður mikilvægur. Þar hefur Brimborg miklu láni að fagna og margir af ríflega 300 starfsmönnum fyrirtækisins hafa starfað hjá því í yfir 20 ár. Þetta er þrautþjálfað fólk með mikla reynslu og þekkingu og slík tryggð starfsmanna við fyrirtæki í harðri samkeppni er ómetanleg. Brimborg býður upp á breitt úrval starfa, tímabundin sem og ótímabundin og tökum vel á móti nemum til okkar sem hyggjast stefna að fagmennsku í bifvélavirkjun og/eða vélvirkjun. Öll okkar verkstæði eru gæðavottuð frá Bílgreinasambandinu en Brimborg rekur alls 10 verkstæði.

5All jobs