Kópavogsbær
Kópavogsbær

Kópavogsbær

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið. Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum. Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti. Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best. Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

20All jobs
COWI
COWI

COWI

Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur

COWI er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Danmörku og yfir 7.500 starfsmenn sem vinna að um 10.000 verkefnum að staðaldri víða um heim. Í samvinnu við viðskiptavini vinnum við að því að móta þjónustu og lausnir á sviði sjálfbærni sem bæta lífsgæði fólks og komandi kynslóða. Þjónustusviðið okkar nær yfir verkfræði, arkitektúr, orku og umhverfismál. Við trúum því að velsæld stuðli að betri frammistöðu og að betri frammistaða ýti undir vellíðan. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur munt þú starfa með fólki sem er ávallt reiðubúið að rétta fram hjálparhönd. Okkar helsta hvatning er að skapa vinnustað framtíðarinnar; umhverfi þar sem fólk fær að vaxa og dafna. Og þótt að verkefnin okkar séu stór og jafnvel alvarleg þá tökum við okkur sjálf mátulega hátíðlega. Ef þú gengur til liðs við okkur verður þú hluti af alþjóðlegu samfélagi sérfræðinga þar sem gagnkvæm miðlun á þekkingu fer fram. Þú færð einnig tækifæri til þess að vinna þvert á landamæri og breyta áskorunum í sjálfbærar lausnir. Auk þess er starfsþróun mikilvægur þáttur sem við sinnum vel fyrir hvern og einn starfsmann. Allt þetta stuðlar að því að þú fáir að þróast og þroska nýja hæfni og við fáum verðmætan starfskraft með haldbæra þekkingu. Þannig erum við öll í fararbroddi grænna umskipta.

6All jobs