Sjúkraliði á öldrunarlækningadeild K2 Landakoti
Auglýst er eftir sjúkraliðum sem hafa áhuga á umönnun aldraðra. Vaktarfyrirkomulag, starfshlutfall og upphaf starfs er samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Í boði er góð einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reyndra sjúkraliða og gott starfsumhverfi. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu á hjúkrun aldraðra og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum.
Öldrunarlækningadeild K2 Landakoti er 16 rúma meðferðar- og endurhæfingardeild fyrir sjúklinga sem koma frá bráðadeildum Landspítala. Á deildinni starfa um 40 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Markvisst er unnið að umbótum í starfi og umhverfi og höfum lagt áherslu á byltuvarnir, sýkingavarnir og fyrirbyggingu lyfjaatvika.
Við leggjum áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart samstarfsfólki og vinnustaðnum okkar. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafi samband við Jóhönnu, deildarstjóra.