Deildarstjóri tækniþjónustu
Rekstrar- og mannauðssvið Landspítala leitar að öflugum deildarstjóra innan tækniþjónustu til að leiða metnaðarfulla uppbyggingu og þróun deildarinnar sem fyrirhuguð er á næstu árum. Einingar sem tilheyra tækniþjónustu eru vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og pípulagningaverkstæði sem saman gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki innan sjúkrahússins. Verkefnin eru fjölbreytt og snúa m.a. að rekstri, viðhaldi og eftirliti ólíkra tæknikerfa, t.d. gufuframleiðslu, lofræstikerfa og lagnakerfa.
Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni, getu til að stjórna breytingum og móta jákvætt starfsumhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði, drifkrafti og brennandi áhuga á að starfa með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans að viðhaldi og framþróun tækniþjónustu á Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er upphafsdagur starfs eftir nánara samkomulagi.