Austurkór
Austurkór
Austurkór

Leitum af öflugum deildarstjóra

Leikskólinn Austurkór auglýsir eftir öflugum deildastjóra til að vinna með okkur á deild með 2-4 ára börnum.

Leikskólinn Austurkór er 6 deilda leikskóli í Kórahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 38 manns með 108 börnum. Í leikskólanum er unnið í samræmi við Aðalnámskrá leikskóla og byggir á félagslegri hugsmíðahyggju. Við horfum til kenninga Vygotskys um nám og þroska barna og þeirra hugmyndafræði sem birtist í skólastarfi Reggio Emilia á Ítalíu.

Einkunnarorð skólans eru: samvinna-lýðræði-atorka

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi
  • Ber ábyrgð á foreldrasamskiptum og samvinnu
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af leikskólastarfi
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Færni í samskiptum og samvinnu
  • Áhuga á þróun á faglegu starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Faglegur metnaður
  • Lausnamiðun
  • Góð íslenska er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Íþróttastyrkur
  • Frítt í sund
  • Vinnustytting er að hluta til tekin á milli jóla- og nýárs, í dymbilviku og tveimur vetrarfríum
  • Frír matur
  • 40% afsláttur af dvalargjöldum leikskólabarna í leikskólum Kópavogs ef við á
Advertisement published4. December 2024
Application deadline4. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Austurkór 1, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.TeachingPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags