Fagrabrekka
Fagrabrekka
Fagrabrekka

Leikskólakennari eða leiðbeinandi í Fögrubrekku

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í leikskólann Fögrubrekku.

Leikskólinn Fagrabrekka hóf starfsemi sína 22. desember 1976. Fagrabrekka er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins árs til sex ára. Starfað er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia sem kennd er við samnefnda borg á Ítalíu.

Megin áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, einnig er lögð áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð starfsfólks og barna og getu barna til að afla sér reynslu og þekkingar á sínum eigin forsendum. Tónlist og hreyfing er rauði þráðurinn í starfinu sem stuðlar að vellíðan og hefur í för með sér gleði og ánægju. Einkunnarorð leikskólans virðing, gleði og frumkvæði eru ávallt í forgrunni.

Við óskum eftir metnaðarfullum og skapandi leikskólakennara eða leiðbeinanda til starfa.

Upplýsingar um leikskólann má finna á http://fagrabrekka.kopavogur.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
  • Starfið felur í sér almennt nám ungra barna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
  • Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi
  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Styttri vinnuvika

Advertisement published20. December 2024
Application deadline14. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Fagrabrekka 26, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags