Árbæjarskóli
Árbæjarskóli

Árbæjarskóli auglýsir eftir verkefnastjóra í ÍSAT

Árbæjarskóli óskar eftir að ráða metnaðarfullan verkefnastjóra í kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku, ÍSAT.
Í skólanum er rekið íslenskuver. Þar eru verkefnin fjölbreytt og snúa að kennslu, skipulagningu og þróun náms í íslensku sem öðru máli, móttöku nemenda í skólann og samstarfi við önnur íslenskuver.
Árbæjarskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Nemendur eru rúmlega 740 talsins og er skólinn safnskóli á unglingastigi. Starfsmenn skólans eru rúmlega 100 og er starfsandi mjög góður. Boðið er upp á fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda með það að markmiði að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar í síbreytilegu samfélagi. Skólinn leggur ríka áherslu á vandaða móttöku allra nemenda. Við skólann starfar áhugasamt foreldrafélag og samvinna við foreldra og grenndarsamfélag er gott.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kenna og skipuleggja nám nemenda með íslensku sem annað tungumál á öllum skólastigum.
  • Taka á móti nemendum nýfluttum til Íslands og fylgja þeim eftir í námi og aðlögun í byrjun skólagöngu í samvinnu við umsjónarkennara.
  • Fylgja eftir nemendum og vera ráðgefandi til kennara um námsefni og önnur málefni er varða nemendur með íslensku sem annað tungumál.
  • Vinna að námskrárgerð og námsmati í íslensku sem öðru tungumáli.
  • Vera í samstarfi við önnur íslenskuver.
  • Vinna að skólaþróun með stjórnendum og samstarfsfólki.
  • Áætlanagerð í samráði við kennara, foreldra og nemendur.
  • Stuðla að velferð nemenda og samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Taka þátt í teymisvinnu þvert á skólastig.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Sérhæfing í íslensku eða íslensku sem öðru tungumáli á grunn- eða framhaldsskólastigi æskileg.
  • Menntun í sérkennslu eða fjölmenningarfræðum kostur.
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, lausnamiðað viðhorf og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Áhugi á skólaþróun.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla.
  • Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði.  
Advertisement published18. December 2024
Application deadline2. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Rofabær 34, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags