Árbæjarskóli
Árbæjarskóli auglýsir eftir verkefnastjóra í ÍSAT
Árbæjarskóli óskar eftir að ráða metnaðarfullan verkefnastjóra í kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku, ÍSAT.
Í skólanum er rekið íslenskuver. Þar eru verkefnin fjölbreytt og snúa að kennslu, skipulagningu og þróun náms í íslensku sem öðru máli, móttöku nemenda í skólann og samstarfi við önnur íslenskuver.
Árbæjarskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Nemendur eru rúmlega 740 talsins og er skólinn safnskóli á unglingastigi. Starfsmenn skólans eru rúmlega 100 og er starfsandi mjög góður. Boðið er upp á fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda með það að markmiði að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar í síbreytilegu samfélagi. Skólinn leggur ríka áherslu á vandaða móttöku allra nemenda. Við skólann starfar áhugasamt foreldrafélag og samvinna við foreldra og grenndarsamfélag er gott.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Kenna og skipuleggja nám nemenda með íslensku sem annað tungumál á öllum skólastigum.
-
Taka á móti nemendum nýfluttum til Íslands og fylgja þeim eftir í námi og aðlögun í byrjun skólagöngu í samvinnu við umsjónarkennara.
-
Fylgja eftir nemendum og vera ráðgefandi til kennara um námsefni og önnur málefni er varða nemendur með íslensku sem annað tungumál.
-
Vinna að námskrárgerð og námsmati í íslensku sem öðru tungumáli.
-
Vera í samstarfi við önnur íslenskuver.
-
Vinna að skólaþróun með stjórnendum og samstarfsfólki.
-
Áætlanagerð í samráði við kennara, foreldra og nemendur.
-
Stuðla að velferð nemenda og samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
-
Taka þátt í teymisvinnu þvert á skólastig.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn).
-
Sérhæfing í íslensku eða íslensku sem öðru tungumáli á grunn- eða framhaldsskólastigi æskileg.
-
Menntun í sérkennslu eða fjölmenningarfræðum kostur.
-
Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
-
Frumkvæði, skipulagshæfni, lausnamiðað viðhorf og sjálfstæð vinnubrögð.
-
Áhugi á skólaþróun.
-
Góð tölvukunnátta.
-
Reynsla af kennslu í grunnskóla.
- Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Advertisement published18. December 2024
Application deadline2. January 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
Location
Rofabær 34, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)
Leitum af öflugum deildarstjóra
Austurkór
5 ára deild Sjálandsskóla auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær
Starf á skólabókasafni
Kópavogsskóli
Staða stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Kennari- Leikskólinn Hvammur
Hafnarfjarðarbær
Náttúrufræðikennari á unglingastig– Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Kennari – Leikskólinn Tjarnarás
Hafnarfjarðarbær
leikskólakennari/leiðbeinandi í 100% starf
Dalvíkurbyggð
Umsjónarkennari á miðstig
Árbæjarskóli
Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Kársness
Kópavogsbær
Laus staða í Marbakka
Leikskólinn Marbakki