Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Starf á skólabókasafni

Kópavogsskóli auglýsir eftir öflugum starfsmanni á skólabókasafnið fyrir vorönn 2025 í
50% starfshlutfall.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 400 frábæra nemendur og um 80 kraftmikla starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf.

Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum.

Upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi til að ganga til liðs við okkur!

    Starfslýsing:

    • Aðstoð við lánþega og almenna þjónustu á bókasafni.
    • Uppröðun og skráning bóka og annarra safngagna.
    • Skipulagning viðburða og fræðslu á bókasafninu.
    • Bókapantanir
    • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast rekstri safnsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennsluréttindi eru mikill kostur
  • Menntun í bóksafnsfræðum eða annarri sambærilegri menntun er kostur
  • Áhugi á bókmenntum og menningu er kostur
  • Almenn tölvukunnátta
  • Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og samviskusemi
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Advertisement published19. December 2024
Application deadline9. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags