Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Stærðfræðikennari í Kópavogsskóla

Kópavogsskóli auglýsir eftir öflugum kennara til að bætast í hópinn okkar.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 400 frábæra nemendur og um 85 kraftmikla starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf.

Í Kópavogsskóla eru allir kennarar og nemendur í 1. – 10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti.

Um er að ræða stærðfræðikennslu í 7. - 9. bekk og umsjón á unglingastigi.

Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum.

Upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stærðfræðikennari með umsjón
  • Vinnur að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki
  • Vinnur í teymi með öðrum kennurum
  • Stuðla að velferð nemenda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Mjög góð færni í íslensku
  • Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á Uppeldi til ábyrgðar
  • Góð þekking á upplýsingatækni mikilvæg
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Advertisement published9. December 2024
Application deadline3. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Teacher
Professions
Job Tags