Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Kársness
Við Skólagerði í Kópavogi er að rísa ný og nútímaleg skólabygging, þar sem áður stóð gamli Kársnesskóli. Nýr skóli mun taka þar til starfa haustið 2025 - Barnaskóli Kársness.
Skólinn mun hýsa fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Byggingin verður öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi. Í skólanum verða um 100 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.
Leitað er að öflugum og metnaðarfullum aðstoðarskólastjóra sem hefur góða hæfni í samskiptum og samstarfi, auk vilja til að þróa framsækið skólastarf. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og umbótadrifinn. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og hefur hlutverk sem faglegur leiðtogi sem tekur þátt í að byggja upp jákvæðan skólabrag og skapandi skólastarf í stöðugri þróun í samvinnu við börn, starfsfólk, foreldra og skólayfirvöld.
Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir framsækinn og árangursdrifinn einstakling sem vill leiða uppbyggingu og mótun skólastarfs í nýjum skóla, börnum til heilla.
- Ber ásamt skólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrám leik- og grunnskóla.
- Faglegur leiðtogi við framkvæmd og mótun skólastarfs og skólabrags.
- Vinnur að stefnumótun og áætlanagerð.
- Ábyrgð á daglegu skipulagi, stjórnun og starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra.
- Ábyrgð á stjórnun og skipulagi mannauðs í samstarfi við skólastjóra, þar með talin þátttaka í ráðningum kennara og annars starfsfólks.
- Stuðlar að velferð og vellíðan nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
- Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
- Sérhæfð hæfni í að lágmarki einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla, að lágmarki 90 námseiningar.
- Framhaldsmenntun (M.Ed., MA, MBA eða Diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, stjórnunar eða á öðru sviði sem nýtist í starfi.
- Reynsla af starfi á leikskólastigi er skilyrði.
- Reynsla af stjórnun og faglegri forystu í skólastarfi.
- Leiðtogahæfni, góð hæfni í samskiptum og skipulagshæfileikar.
- Frumkvæði, sjálfstæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig bæði í ræðu og riti.
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins