Landspítali
Landspítali
Landspítali

Verkefnastjóri félagsráðgjafaþjónustu á barna- og unglingageðdeild

Við leitum að leiðtoga í samhentan hóp félagsráðgjafa á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL). Í boði er fjölbreytt og líflegt starf og tækifæri til að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins og margvíslegum möguleikum á starfsþróun. Á deildinni er markvisst unnið að umbótum og framþróun. Margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu sína í greiningu og meðferð algengra geðraskana.

Um er að ræða fullt starf fyrir reyndan félagsráðgjafa sem hefur áhuga á að vera leiðtogi og að leiða gæðastarf ásamt því að brenna fyrir málefnum barna og unglinga með flókinn og samsettan geðrænan vanda og fjölskyldna þeirra. Verkefnastjóri félagsráðgjafa heyrir undir deildarstjóra faghópa á barna-og unglingageðdeild og er litið svo á að fagstjórn sé hluti af starfi og eigi ekki að taka meiri tíma en sem nemur 20% af vinnutíma viðkomandi. Það sem út af stendur verður nýtt í klínísk verkefni.

Klínísk verkefni félagsráðgjafa fela í sér fjölbreytt verkefni sem snúa að stuðningi við börn með geðraskanir og fjölskyldur þeirra. Stór hluti af verkefnum félagsráðgjafans er að meta stöðu máls hvað varðar félagslega stöðu barnsins og fjölskyldunnar, tekur þátt í samtali við fjölskyldur barnanna um næstu skref í meðferð, tengir fjölskylduna við þau þjónustukerfi sem þurfa að koma að málum fjölskyldunnar og situr fundi því tengt. Náið samstarf er við önnur teymi á deildinni og þjónustuteymi barnsins utan deildarinnar og er heildarsýn félagsráðgjafa mikilvæg í að meta næstu skref í þjónustu við barnið. Viðkomandi þarf að vera í stakk búinn að vinna hratt og örugglega, eiga auðvelt með samstarf við ólíka aðila og geta hlaupið til í ný verkefni eftir því sem þörf er á. Möguleiki er á frekari þjálfun í meðferðarvinnu eftir því sem við á.

Barna-og unglingageðdeild samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, legudeild og göngudeild. Þar er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta við börn sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna geðræns vanda. Unnið er í þverfaglegum teymum og er mikil samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi.

Á BUGL starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Starfsaðlögun er markviss og einstaklingshæfð og miklir möguleikar eru til starfsþróunar og sérhæfingar. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á notendamiðaða þjónustu og styttingu biðtíma.

Education and requirements
Íslenskt starfsleyfi í félagsráðgjöf.
Brennandi áhugi á veitingu geðheilbrigðisþjónustu við börn og fjölskyldur
Leiðtogahæfni og jákvætt hugarfar
Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæði
Geta til að leiða umbótastarf og flókin klínísk verkefni
Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
Góð tölvukunnátta, geta til að læra nýjungar
Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
Kunnátta í tungumáli stórra samfélagshópa á Íslandi sem eiga íslensku ekki að móðurmáli er kostur
Hreint sakavottorð
Responsibilities
Er faglegur leiðtogi sem vinnur í samráði við deildarstjóra, yfirlækni og aðra teymisstjóra að skipulagningu og starfsemi meðferðarteyma á göngudeild.
Er leiðandi í klínísku starfi og umbótastarfi sem styður við réttindi sjúklinga, öryggi, bætta þjónustu og framþróun í faginu.
Starfar í anda þess að starfsemin byggir á þverfaglegri samvinnu og liðsheild
Stuðlar að stöðugu og jákvæðu starfsumhverfi og menningu sálræns öryggis
Meðfram starfi sem verkefnastjóri félagsráðgjafaþjónustu sinnir hann klínískum verkefnum á sinni starfseiningu og tekur virkan þátt í þverfaglegri teymisvinnu.
Hann skipuleggur og tekur þátt í rannsóknum, fræðslustarfi og starfsþjálfun eins og við á. Hann miðlar sálfræðilegri þekkingu og rannsóknarniðurstöðum í starfi sínu.
Önnur störf sem heyra undir starfsemi BUGL
Advertisement published17. December 2024
Application deadline7. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Dalbraut 12, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (40)
Landspítali
Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku
Landspítali
Landspítali
Sótthreinsitæknir/ sérhæfður starfsmaður
Landspítali
Landspítali
Sjúkraliði á dagdeild skurðlækninga í Fossvogi
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á dagdeild skurðlækninga Fossvogi
Landspítali
Landspítali
Félagsráðgjafar í félagsráðgjafaþjónustu
Landspítali
Landspítali
Sjúkraliði óskast á öldrunarlækningadeild L4 á Landakoti
Landspítali
Landspítali
Aðstoðardeildarstjóri í geðrofs- og samfélagsgeðteymi
Landspítali
Landspítali
Starfsmaður í umönnun á K2 Landakoti
Landspítali
Landspítali
Sjúkraliði á öldrunarlækningadeild K2 Landakoti
Landspítali
Landspítali
Starf við umönnun á öldrunarlækningadeild L4 á Landakoti
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunardeildarstjóri bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunardeildarstjóri kvenlækningadeildar
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunardeildarstjóri barna- og unglingageðdeildar
Landspítali
Landspítali
Sjúkraliðar óskast á dagdeild skurðlækninga Hringbraut
Landspítali
Landspítali
Sérfræðilæknar í geðlækningum óskast í geðþjónustu
Landspítali
Landspítali
Leiðtogi iðjuþjálfaþjónustu á barna- og unglingageðdeild Landspítala
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á göngudeild bæklunarskurðlækninga
Landspítali
Landspítali
Deildarstjóri hönnunar- og framkvæmdadeildar
Landspítali
Landspítali
Deildarstjóri tækniþjónustu
Landspítali
Landspítali
Sumarstörf 2025 - Læknanemar sem lokið hafa 4., 5. og 6. námsári
Landspítali
Landspítali
Aðstoðarmaður stjórnenda á skrifstofu félagsráðgjafa og sálfræðinga
Landspítali
Landspítali
Skrifstofustjóri klínískrar rannsókna- og stoðþjónustu
Landspítali
Landspítali
Sjúkraliði á göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma / Afleysing
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á göngudeild taugasjúkdóma
Landspítali
Landspítali
Rannsóknarkjarni Landspítala - blóðsýnataka
Landspítali
Landspítali
Ert þú með sérþekkingu í Microsoft 365 lausnum?
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - dagvinna á göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Landspítali
Landspítali
Hjúkrunarnemar á 1., 2. og 3. ári - Hlutastörf með námi á meltingar- og nýrnadeild
Landspítali
Landspítali
Yfirlæknir Blóðbankans
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Umönnunarstörf á Landspítala
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Ritara- og skrifstofustörf
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Læknir með lækningaleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Ljósmóðir með starfsleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Hjúkrunarfræðingur með starfsleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Heilbrigðisgagnafræðingur með starfsleyfi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Lyfjatæknir
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Hjúkrunarnemi
Landspítali
Landspítali
Viltu vera á skrá? Almenn störf á Landspítala
Landspítali
Landspítali
Umsókn um launaða starfsþjálfun sjúkraliðanema skv. námskrá haustönn 2024
Landspítali