Deildarstjóri hönnunar- og framkvæmdadeildar
Rekstrar- og mannauðssvið Landspítala leitar að öflugum deildarstjóra á hönnunar- og framkvæmdadeild til að leiða metnaðarfulla uppbyggingu og þróun deildarinnar sem fyrirhuguð er á næstu árum. Deildin sinnir heildstæðri verkefnastjórnun framkvæmdaverka frá frumhönnun til afhendingar. Verkefnin eru fjölbreytt, bæði innan og utanhúss og snúa bæði að byggingum og tækjum spítalans. Unnið er með notendum í klínískri starfsemi og öðrum hagsmunaaðilum. Deildin sér einnig um eignaumsýslu á fasteignum spítalans sem er með starfsemi í um 160.000 fermetrum, víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.
Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni, getu til að stjórna breytingum og móta jákvætt starfsumhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði, drifkrafti og brennandi áhuga á að starfa með stjórnendum, starfsfólki og aðilum innan og utan spítalans að framkvæmdum á Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er upphafsdagur starfs eftir nánara samkomulagi.