Heilbrigðisráðuneytið
Heilbrigðisráðuneytið

Embætti landlæknis

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir embætti landlæknis laust til umsóknar. Um embættið fer samkvæmt lögum nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu.

Heilbrigðisráðherra fer með yfirstjórn heilbrigðismála og skipar landlækni til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.

Helstu verkefni og ábyrgð

Landlæknir ber ábyrgð á því að embættið starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf. Hann ber jafnframt ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma embættisins séu í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Hlutverk landlæknis, samkvæmt lögum, er meðal annars að: 

  • veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi ráðgjöf og fræðslu um málefni á verksviði embættisins,
  • annast forvarna- og heilsueflingarverkefni,
  • efla lýðheilsustarf í samvinnu við aðra sem að þeim málum starfa og styðja við menntun á sviði lýðheilsu,
  • vinna að gæðaþróun,
  • hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum,
  • hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna,
  • hafa eftirlit með starfsemi lífsýnasafna og safna heilbrigðisupplýsinga í samræmi við lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga,
  • veita starfsleyfi til einstaklinga sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða til notkunar starfsheita löggiltra heilbrigðisstétta,
  • stuðla að því að menntun heilbrigðisstarfsmanna sé í samræmi við kröfur heilbrigðisþjónustunnar á hverjum tíma,
  • sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu,
  • bera ábyrgð á framkvæmd sóttvarna, sbr. sóttvarnalög,
  • safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu,
  • meta reglulega árangur af lýðheilsustarfi og bera hann saman við sett markmið,
  • stuðla að rannsóknum á starfssviðum embættisins,
  • sinna öðrum verkefnum sem honum eru falin samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra.
Menntunar- og hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa sérfræðimenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Leitað er að einstaklingi með samskipta- og leiðtogahæfileika og góða þekkingu og reynslu af rekstri og stefnumótun.

Advertisement published13. December 2024
Application deadline6. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Síðumúli 24-26 24R, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags