Starf við umönnun á öldrunarlækningadeild L4 á Landakoti
Hefur þú ánægju af samstarfi við aldraða?
Við auglýsum eftir jákvæðum einstaklingi til starfa á öldrunarlækningadeild L4 Landakoti. Í boði er góð einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reynds starfsfólks og gott starfsumhverfi. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu á hjúkrun aldraðra og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum.
Öldrunarlækningadeild C L4 á Landakoti er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingadeild, opin sjö daga vikunnar. Starfsemin miðar að þjónustu við sjúklinga með heilabilunarsjúkdóma. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Vinnuvika starfsfólks í vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Starfshlutfall er 70-100%, unnið er í vaktavinnu. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.