Sólvangur hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.
Starfsmaður í íbúaeldhús – Sólvangur
Starfsmaður í íbúaeldhús – Vertu hluti af hlýju og jákvæðu umhverfi!
Sólvangur hjúkrunarheimili leitar að jákvæðum starfsmanni með þjónustulund í íbúaeldhús. Starfið felur í sér mikilvæg og fjölbreytt verkefni sem stuðla að vellíðan og ánægju íbúa.
Um er að ræða 69,44% stöðu, vinnutími er frá kl.08:00 til 13:00 alla virka daga. Starfið er laust í janúar.
Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu (C1/C2), sé orðin 18 ára og er með hreint sakavottorð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur og frágangur á morgun- og hádegismat fyrir íbúa.
- Viðhald skipulags og pantanir fyrir deildareldhúsið.
- Aðstoð við íbúa á matartímum.
- Fylgd með íbúum í sjúkraþjálfun.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði, ásamt því að vera tilbúinn að ganga í öll verk.
- Reynsla af umönnun eða starfi með öldruðum er kostur en ekki skilyrði.
Af hverju að vinna hjá Sólvangi?
Sólvangur er hlýlegt og faglegt hjúkrunarheimili, rekið af Sóltúni Öldrunarþjónustu ehf. Við leggjum áherslu á jákvætt og styðjandi vinnuumhverfi þar sem lífsgæði íbúa eru í forgangi.
Við hvetjum áhugasöm að senda inn umsókn!
Nánari upplýsingar veitir Anna Valdimarsdóttir, deildarstjóri, á tölvupóstfanginu annav@soltun.is
Advertisement published18. November 2024
Application deadlineNo deadline
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
ProactivePositivityHuman relationsIndependenceCare (children/elderly/disabled)
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Afgreiðsla/Grill
Holtanesti
Starfsmaður í býtibúr og ritarastarf - hlutastarf
Landspítali
Starfsmaður við umönnun í dagþjálfun Esjutúni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðarsvið Garðabæjar óskar eftir að ráða starfsfólk
Garðabær
Hlutastarf í Breiðholtinu
NPA miðstöðin
Matráður og aðstoðarmanneskja í skólaeldhúsi
Waldorfskólinn Sólstafir
Aðstoðarmaður í sjúkraþjálfun og Smart líkamsrækt Sunnuhlíð
Sunnuhlíð
Viltu grilla með okkur?
Hagavagninn
Starfskraftur í eldhús
Múlabær
Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu deildarstjóra í búsetu
Sveitarfélagið Árborg
Umönnun Framtíðarstarf - Boðaþing
Hrafnista
Umönnun Framtíðarstarf - Sléttuvegur
Hrafnista