Aðstoðarmaður í sjúkraþjálfun og Smart líkamsrækt Sunnuhlíð
Við leitum eftir aðstoðarmanni til starfa í Smart líkamsrækt Sunnuhlíð og sjúkraþjálfun hjúkrunarheimilisins. Starfið felur í sér aðstoð við þjálfun, létt þrif og móttökustörf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða tímabundið starf í afleysingu í nokkra mánuði, hugsanlega fram á vor og mögulega eitthvað lengur, í u.þ.b. 80% starfshlutfalli.
Við leggjum áherslu á jákvæð samskipti, fagleg vinnubrögð og góðan liðsanda og hvetjum áhugasama til að senda okkur umsókn.
Að aðstoða sjúkraþjálfara við meðferðir skjólstæðinga
Símsvörun, móttaka og almenn upplýsingagjöf
Bókun í tíma hjá sjúkraþjálfurum og Smart líkamsrækt
Létt þrif og frágangur í sal
Umsjón með mætingarskráningu
Ýmis önnur tilfallandi störf
Gott vald á íslensku
Góð félagsfærni og rík þjónustulund
Reynsla af umönnunarstörfum, þjálfun eða móttökustörfum er kostur.
Heilsuræktarstyrkur