Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra

Starf í dagdvöl aldraðra í Reykjanesbæ – 70% stöðugildi í dagvinnu

Dagdvalir aldraðra Reykjanesbæ leita að áhugasömum og umhyggjusömum starfsmanni til að ganga til liðs við teymið okkar. Starfið felur í sér 70% stöðugildi í dagvinnu með fullri styttingu vinnuvikunnar. Dagdvöl aldraðra er rekin á Nesvöllum og í Selinu þar sem markmiðið er að styðja aldraða einstaklinga sem þurfa eftirlit og umönnun til að geta búið á eigin heimilum sem lengst, rjúfa félagslega einangrun og stuðla að betri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Við leggjum áherslu á að veita öryggi og sinna þörfum hvers og eins. Starfið er auglýst til þriggja mánaða með möguleika á auknu starfshlutfalli og fastráðningu.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni, og mikilvægt er að starfsmaður endurspegli þessi gildi í starfi sínu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umönnun aldraðra
  • Innkaup og umsjón með eldhúsi
  • Skipulag og stuðningur í félagsstarfi
  • Hvatning og stuðningur til að efla vellíðan
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kostur að hafa reynslu af starfi með öldruðum
  • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
  • Metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu
  • Gott vald á íslensku
Advertisement published14. November 2024
Application deadline29. November 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Njarðarvellir 2, 260 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)
Professions
Job Tags