Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu deildarstjóra í búsetu

Sveitarfélagið Árborg leitar eftir öflugum, sjálfstæðum og jákvæðum starfsmanni til að gegna stöðu deildarstjóra í búsetuúrræðinu Nauthaga 2. Helstu markmið þjónustunnar er að veita íbúum einstaklingsmiðaða persónulega þjónustu, aðstoða og styðja þau í daglegu lífi, þátttöku þeirra í samfélaginu og félagslífi. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og aðferðarfræði þjónandi leiðsagnar eru grunnstoðir starfseminnar. Um er að ræða 100 % stöðu og gert er ráð fyrir að deildarstjóri taki vaktir sem hluta af stöðugildi hans.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Stjórnun og umsjón verkefna

Samstarf við forstöðumann um faglega ábyrgð

Ráðgjöf til starfsmanna ásamt forstöðumanni

Þátttaka í þverfaglegu samstarfi

Er staðgengill forstöðumanns í fjarveru hans

Tileinkar sér og vinnur eftir hugmyndafræðinni Sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn

Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- og/eða félagsvísinda er skilyrði

Reynsla af stjórnun í málaflokki fatlaðra er skilyrði

Þjónustulund og jákvæðni í starfi

Hæfni í mannlegum samskiptum

Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð

Frumkvæði og samviskusemi

Þekking og reynsla af þjónustu við fatlað fólk

Hreint sakavottorð

Advertisement published20. November 2024
Application deadline2. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Nauthagi
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)PathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags