Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Verkefnastjóri íþróttamála á menntasviði Kópavogsbæjar

Íþróttadeild menntasviðs Kópavogsbæjar leitar að drífandi og kraftmiklum starfskrafti til að sinna verkefnum á sviði íþrótta- og lýðheilsumála. Sviðið annast rekstur grunnskóla, leikskóla, starfsemi dagforeldra, skólahljómsveitar, félagsmiðstöðva, frístundaheimila og íþróttamála og þjónustar um 7 þúsund börn og fjölskyldur þeirra.

Íþróttadeild Kópavogsbæjar ber ábyrgð á starfsemi 3ja sundlauga, 7 íþróttahúsa, skíðaskála, 5 gervigrasvalla ásamt fjölda grasæfinga- og keppnissvæða auk samninga við íþróttafélög um rekstur og þjónustu stórra íþróttamannvirkja, m.a. Kórinn, Fífuna og Versali.

Verkefnastjóri á íþróttadeild styður við faglegt og öflugt íþróttastarf í Kópavogi fyrir alla aldurshópa, með áherslu á verkefni sem stuðla að jákvæðu heilsueflandi samfélagi með velferð bæjarbúa á öllum aldursskeiðum að leiðarljósi. Verkefnastjóri hefur umsjón með framkvæmd og eftirfylgni verkefna á sviði íþrótta- og lýðheilsumála, bæði hvað varðar undirbúning og framkvæmd þeirra. Verkefnastjóri stuðlar að nýbreytni og framþróun í málaflokknum í samvinnu við stjórnendur. Næsti yfirmaður verkefnastjóra er deildarstjóri íþróttadeildar.

Kópavogsbær er annað tveggja sveitarfélaga á landinu sem nýtur viðurkenningar Unicef sem barnvænt sveitarfélag og vinnur markvisst að innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og menntastefnu Kópavogsbæjar. Kópavogsbær er íþróttabær og mikil áhersla er lögð á íþrótta- og lýðheilsumál í sveitarfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á stjórn verkefna á sviði íþróttamála sem stuðla að bættri lýðheilsu, hreyfingu  og íþróttaiðkun barna og fullorðinna
  • Þátttaka og umsjón með samstarfsverkefnum á sviði íþrótta- og lýðheilsumála þvert á deildir og svið bæjarins
  • Umsjón með stjórnun og rekstri  íþróttahúsa sem rekin eru af íþróttadeild auk skíðaskála í Bláfjöllum
  • Umsjón með samstarfi og þróun heilsueflingarverkefnis eldri borgara í Kópavogi, Virkni og vellíðan
  • Annast útleigu og eftirlit með nýtingu íþróttahúsa og knatthalla
  • Umsjón með frístundastyrkjakerfinu og þjónustu við þjónustuþega og samstarfsaðila
  • Umsjón og eftirlit með úthlutun styrkja í íþróttamálum
  • Umsjón með tölfræðiupplýsingum og úrvinnslu gagna
  • Umsjón með undirbúningi og framkvæmd árlegrar íþróttahátíðar Kópavogs
  • Umsjón með undirbúningi stærri viðburða í íþróttamannvirkjum, s.s. tónleikum og sýningum
  • Umsjón og eftirlit með öryggismálum í stofnunum íþróttadeildar
  • Umsjón með kynningarmálum og efni um íþrótta- og lýðheilsumál í Kópavogi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði íþrótta, lýðheilsu, eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking af starfi á sviði íþrótta- og/eða lýðheilsumála
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af verkefna- og viðburðastjórnun
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð færni til að tjá sig, bæði í ræðu og riti
  • Góð íslenskukunnátta æskileg
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Advertisement published12. November 2024
Application deadline26. November 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags