Ert þú með sérþekkingu í Microsoft 365 lausnum?
Landspítali óskar eftir að ráða til sín aðila með sérþekkingu á Microsoft 365 lausnum til að leiða tæknilega umsjón og þróun á Microsoft 365 umhverfi, þar á meðal SharePoint Online, Power Automate, Teams og Viva Engage.
Fyrstu verkefni í starfinu munu fela í sér að vinna að flutningi frá Workplace yfir í Viva Engage og Teams ásamt því að þróa nútímalegt SharePoint innranet sem mun auka skilvirkni innan stofnunarinnar. Mikilvægur þáttur starfsins er þróun í SharePoint, þar sem lögð er áhersla á að hanna og útfæra lausnir og samþættingar sem styðja við þarfir stofnunarinnar.
Starfið býður upp á einstakt tækifæri til að þróa Microsoft 365 umhverfi sem styður yfir 7000 starfsmenn og mun gegna lykilhlutverki í að efla samvinnu, samskipti og framleiðni innan stofnunarinnar. Upphaf starfs er samkomulag.
- Hanna og þróa lausnir í SharePoint Online.
- Innleiða ýmsa sjálfvirkni með Power Automate og Power Apps
- Tryggja bestu starfsvenjur í stýringu, aðgangsheimildum og uppbyggingu vefsvæða
- Samþætta SharePoint við önnur Microsoft 365 verkfæri, þar á meðal Teams, Viva Engage og OneDrive
- Leita lausna og leysa tæknileg vandamál tengd SharePoint Online, Teams, Viva Engage og OneDrive
- Sönnuð reynsla sem SharePoint forritari, helst með SharePoint Online
- Færni í verkfærum og tækni eins og JSON, JavaScript, HTML5, CSS3
- Reynsla af Power Automate, Power Apps og öðrum Microsoft 365 verkfærum
- Þekking á uppbyggingu, stjórnun og virkni SharePoint
- Hæfni í að leysa vandamál og athygli við smáatriði
- Sterk samskiptahæfni og hæfni til að vinna í samstarfi við fjölbreytt teymi