Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði Endurhæfingarteymi

Endurhæfingarteymi í Austurmiðstöð leitar af öflugum sjúkraliðum til starfa.

Heimaþjónusta Reykjavíkur auglýsir eftir sjúkraliða í þverfaglegt teymi sem veitir endurhæfingu í heimahúsi. Vinnutíminn er á dagvinnutíma alla virka daga, teymið er staðsett í Austurmiðstöð, Hraunbæ 119.

Reykjavíkurborg veitir samþætta heimaþjónustu sem samanstendur af félagslegum heimastuðning og heimahjúkrun og nú einnig endurhæfingu í heimahúsi. Hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsi byggist á þverfaglegri endurhæfingu inn á heimili íbúans þar sem áhersla er lögð á hjálp til sjálfshjálpar. Þjónustan er tímabundin og ætluð þeim sem eru að kljást við færniskerðingu og þurfa heimaþjónustu.

Endurhæfingarteymið samanstendur af iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi, sjúkraþjálfara/íþróttafræðingi, sjúkraliðum og félagsliðum. Teymið veitir persónumiðaða þjónustu þar sem endurhæfingaráætlun byggist á þörfum íbúans og hefur það markmið að styðja og styrkja færni, auka bjargráð og efla félagslega þátttöku í samfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraliði ber ábyrgð á því að veita persónumiðaða aðstoð við athafnir daglegs lífs á heimili notandans, ráðgjöf, stuðning og framfylgir meðferðáætlun í samvinnu við aðrar fagstéttir teymisins.

Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri uppbyggingu.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjúkraliðamenntun, íslenskt starfsleyfi.
  • Sérmenntun kostur
  • Skipulagshæfni og faglegur metnaður.
  • Góð tölvufærni og heiðarleiki í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs og teymisvinnu.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
  • Íslenskukunnátta á bilinu B1-B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Advertisement published23. December 2024
Application deadline31. January 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Hraunbær 119, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags