Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Ráðgjafi í málaflokki fatlaðs fólks
Austurmiðstöð, auglýsir lausa til umsóknar stöðu ráðgjafa í málaflokki fatlaðs fólks. Leitað er eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með einlægan áhuga á málaflokki fatlaðs fólks. Um tímabundna stöðu er að ræða í 100% starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Austurmiðstöð er framsækinn vinnustaður sem býður upp á spennandi tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu við fatlað fólk í hverfi borgarinnar og þverfaglegu samstarfi innan sem utan hverfis. Í starfinu felst samvinna með öflugum og metnaðarfullum hópi fagfólks, að málefnum fatlaðs fólks og þátttaka í sameiginlegum verkefnum velferðarsviðs í málaflokknum.
Austurmiðstöð býður einnig upp á:
- Gott vinnuumhverfi.
- Sveigjanlegan vinnutíma og 36 stunda vinnuviku.
- Handleiðsluteymi ráðgjafa.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og stuðningur við fatlað fólk og aðstandendur þeirra.
- Málstjórn, ábyrgð og vinnsla einstaklingsmála.
- Umsjón og yfirsýn einstaklingsbundinna þjónustuáætlana.
- Fræðsla og leiðbeiningar um málaflokkinn.
- Þverfaglegt samstarf og þátttaka í fagteymum.
- Þátttaka í eflingu notendasamráðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði mennta-, félags- eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi.
- Framhaldsmenntun á sviði fötlunar er æskileg.
- Umfangsmikil þekking og reynsla af ráðgjöf og stuðningi við fatlað fólk og fjölskyldur þeirra.
- Þekking á hugmyndafræði sjálfstæðs lífs, þjónandi leiðsögn og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
- Áhugi á þverfaglegu samstarfi.
- Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, frumkvæði og nákvæmni í starfi.
- Jákvætt hugarfar og vilji til að taka þátt í þróunarstarfi.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
- Sundkort
- Menningarkort
- Samgöngustyrkur
Advertisement published23. December 2024
Application deadline5. January 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (10)
Félagsráðgjafi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði Endurhæfingarteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félags- eða fjölskylduráðgjafi í deild Barna og fjölskyldna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Spennandi starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Félagsráðgjafi í deild virkni og ráðgjafar á Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Skemmtilegt starf á Íbúðakjarna í Breiðholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í SELMU-teymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Similar jobs (12)
Starfsfólk við aðhlynningu aldraðra
Seltjörn hjúkrunarheimili
Sérfræðingur í BC ráðgjöf/hugbúnaðargerð
Onnio
Þroskaþjálfi/stuðningsfulltrúi með háskólamenntun í búsetu
Ás styrktarfélag
Starfsmaður í fylgd fatlaðra í akstursþjónustu
Sveitarfélagið Árborg
Spennandi starf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Garðabær leitar að starfsfólki í stuðningsþjónustu
Garðabær
Skemmtilegt starf á Íbúðakjarna í Breiðholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Símsvörun - þjónustuver
Teitur
Fjölbreytt starf með miklum frítíma
NPA miðstöðin
Starf á heimili fyrir fatlað fólk
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar
Óska eftir eðalkonum í vaktavinnu
NPA miðstöðin
Vantar NPA aðstoðarvin í 20-35% dagvinnu
FOB ehf.