NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin

Fjölbreytt starf með miklum frítíma

Ég leita að áreiðanlegum aðstoðarmanni til að aðstoða mig við daglegt líf. Ég þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs, en ég bý sjálfur yfir mikilli þekkingu og færni við ýmislegt en mig vantar hendur til að framkvæma hlutina með mér.


Starfið er mjög fjölbreytt og vinnustaðurinn er þar sem ég er hverju sinni; heima við, í vinnu, á fundum, úti í samfélaginu og á ferðalögum. Helstu verkefnin er m.a. aðstoð við klæðnað, hreinlæti, heimilisstörf, innkaup, vinnu, sinna áhugamálum, garðyrkju , smíðar, skrúfa hluti sundur og saman, fylgja mér á ferðalögum og öðrum ævintýrum lífsins. Starfið getur stundum verið líkamlega krefjandi, t.d. að lyfta hlutum eða aðstoða mig við að komast milli staða.

Um er að ræða sólarhringsvaktir og er þá 100% vinna sex vaktir á fjögurra vikna tímabili með 22ja daga frí. Staðsetning er 103 Reykjavík.

Kröfur:

  • Bílpróf, reykleysi og hrein sakaskrá eru skilyrði.
  • Stundvísi, áreiðanleiki og jákvæðni eru lykilhæfileikar.
  • Sveigjanleiki og færni í samskiptum, með vilja til að fylgja leiðbeiningum og virða mínar ákvarðanir.

Ekki er gerð krafa um reynslu af störfum með fötluðu fólki.
Vinsamlegast tilgreinið 2 meðmælendur í ferilskrá.

Fríðindi í starfi

Styttri vinnuvika; 36 klst.

Mikill frítími á milli vakta.

Advertisement published9. December 2024
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Optional
Intermediate
Location
103 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags