Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í SELMU-teymi

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í SELMU-teymi heimahjúkrunar. SELMA er þverfaglegt, hreyfanlegt viðbragðs- og ráðgjafarteymi. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.

Hlutverk SELMU-teymis er að veita aukna heilbrigðisþjónustu til þeirra sem ekki komast á heilsugæslustöðvar eða göngudeildir. Teymið sinnir sérhæfðri meðferð skjólstæðinga heimaþjónustu Reykjavíkurborgar með vitjunum í heimahús, ásamt því að vera styrking og ráðgefandi bakland fyrir þjónustu heimahjúkrunar. Áhersla er á einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu með það að markmiði að bæta líðan og lífsgæði og gera einstaklingum kleift að búa lengur heima. SELMU-teymið sinnir vitjunum og ráðgjöf frá kl. 8 til 18 á virkum dögum. Unnið er á tvískiptum vöktum frá kl. 8-16 og kl. 10-18.

Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, læknar og næringarfræðingur. Unnið er í nánu samstarfi við heimahjúkrun Reykjavíkurborgar við eftirlit, mat og meðferð skyndilegra og/eða flókinna heilsufarsvandamála eldri einstaklinga í heimahúsi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sérhæft eftirlit, klínískt mat og meðferð veikra einstaklinga með vitjunum í heimahús/á vettvangi, í náinni samvinnu við heimahjúkrun.
  • Yfirsýn yfir meðferð og þjónustu skjólstæðinga teymis.
  • Þátttaka í reglulegri úttekt á stöðu og árangursmati á sérhæfðri heimaþjónustu teymisins.
  • Móttaka, úrvinnsla og eftirfylgni beiðna og fyrirspurna til teymis.
  • Ráðgjöf og samskipti við skjólstæðinga og aðstandendur í samvinnu við starfsfólk heimahjúkrunar.
  • Umsjón fjölskyldufunda í samvinnu við lækni teymis og teymisstjóra heimahjúkrunar skv. verklagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsmenntun sem nýtist í starfi. 
  • Góð klínísk færni, þekking og reynsla af hjúkrun langveikra einstaklinga.
  • Þekking og reynsla af hugmyndafræði líknarmeðferðar er mikill kostur.
  • Reynsla af heimahjúkrun eða bráðahjúkrun.
  • Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfinu SÖGU og RAI mælitækjum æskileg.
  • Framúrskarandi hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagsfærni og hæfni til að vinna sjálfstætt.
  • Íslenskukunnátta C1 samkvæmt samevrópskum matsramma.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Advertisement published2. December 2024
Application deadline9. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.NursePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags