Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð

Heimaþjónustan í Vesturmiðstöð auglýsir eftir öflugum hjúkrunarstjóra til starfa. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu.

Hjúkrunarstjóri er stjórnandi í sameinaðri heimaþjónustu og ber ábyrgð á daglegri stýringu þjónustu sem veitt er í samráði við deildarstjóra. Unnið er eftir markmiðum, hugmyndarfræði og gæðastefnu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Áhersla er lögð á jákvætt starfsumhverfi sem skilar sér í öflugri þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Situr í stjórnendateymi starfsstaðar og leysir deildarstjóra af eftir þörfum.
  • Fagleg ábyrgð á þjónustu heimahjúkrunar.
  • Stjórnar og heldur utan um starfsmannamál, vinnufyrirkomulag og vinnuskyldustarfsmanna.
  • Ábyrgð á gæðamálum, lyfjum, hjúkrunarvörum, RAI mati og skráningakerfi SÖGU.
  • Stuðlar að góðu starfsumhverfi og jákvæðri liðsheild.
  • Tekur þátt í kennslu og starfsþjálfun nema og starfsfólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi.
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi er kostur.
  • Reynsla og þekking á stjórnunarstörfum er kostur.
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt og lausnarmiðað viðhorf.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Íslenskukunnátta C1 í samræmi við evrópska tungumálaramann.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • Menningarkort Reykjavíkur
  • Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
  • Stuðnings- og ráðgjafateymi
Advertisement published4. December 2024
Application deadline18. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Lindargata 57, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags