Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Öflugur teymisstjóri á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk

Viltu taka þátt í að efla lífsgæði einstaklinga og styðja þá til sjálfstæðs lífs? Íbúðakjarninn í Mururima 4 leitar eftir jákvæðum, metnaðarfullum og drífandi teymisstjóra.

Starfið er fjölbreytt þar sem lögð er áhersla á að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði íbúa Mururima 4.

Íbúðakjarninn í Mururima 4 auglýsir eftir öflugum teymisstjóra til starfa. Teymisstjóri vinnur að jafnaði 50% fagvinnu og 50% vaktavinnu.

Markmið okkar í Mururima 4 er að efla lífsgæði einstaklinga og styðja þá til sjálfstæðs lífs eins og að búa sér eigin heimili, auka samfélagsþátttöku og njóta menningar og félagslífs.

Veitt er einstaklingsmiðuð þjónusta og er hún aðlöguð að breytilegum þörfum og aðstæðum viðkomandi á hverjum tíma. Virða ber sjálfræði einstaklinga með velferð þeirra að leiðarljósi.

Teymisstjóri starfar í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, gildandi lög og reglugerðir í málefnum fatlaðs fólks og félagsþjónustu ásamt öðrum viðeigandi lögum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hvetur og styður einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
  • Styður einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald, samfélagsþátttöku og við að sækja sér heilbrigðisþjónustu.
  • Styður einstaklinga til félagslegrar þátttöku s.s. rækta félagstengsl, stunda afþreyingu, sækja menningarviðburði og íþróttir.
  • Er leiðandi þegar kemur að því að vinna eftir verklagi og hugmyndafræði starfsstaðar.
  • Ber ábyrgð á gerð og endurmati einstaklingsbundinna þjónustuáætlana í samvinnu við einstaklinga, starfsmenn og forstöðumann.
  • Sinnir fræðslu og leiðbeinir starfsfólki, samræmir vinnubrögð og þróar verkferla í samráði við forstöðumann.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum er æskileg.
  • Reynsla af vaktavinnu er kostur.
  • Mjög góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði, yfirvegun, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Íslenskukunnátta, C1 skv. evrópska tungumálarammanum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi

Ýmis hlunnindi fylgja því að starfa hjá Reykjavíkurborg en þau má sjá hér.

Advertisement published27. November 2024
Application deadline15. December 2024
Language skills
No specific language requirements
Location
Mururimi 4, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags