Skrifstofa starfsstöðva og þróunar
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar sér um og ber ábyrgð á rekstri starfsstöðva sem þjónusta fatlað fólk og eldra fólk auk þess að styrkja og styðja forstöðumenn starfsstöðva í störfum sínum. Skrifstofa stafstöðva og þróunar ber einnig ábyrgð á innra eftirliti með starfsemi starfsstöðvanna, framkvæmd nauðsynlegra breytinga í þjónustunni og þróun nýrra úrræða. Skrifstofan er tengiliður velferðarsviðs við:
- Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna framlaga í málaflokki fatlaðs fólks.
- Sjúkratryggingar Íslands vegna samninga um hjúkrunarrými og dagdvalir.
- Þau ráðuneyti sem málaflokkar fatlaðs fólks og eldra fólks falla undir hverju sinni.
Þjónustan sem veitt er gegnum skrifstofu starfsstöðva og þróunar miðast við einstaklingsbundnar þarfir og aðstæður viðkomandi sem geta verið margskonar:
- Heimili, íbúðakjarnar og stuðningur á eigin heimili fyrir fatlað fólk í samræmi við þarfir þess og óskir.
- Hæfing, starfsþjálfun,vernduð vinna og samfélagshús sem öllum er ætlað að veita þjálfun og stuðning sem miðar að því að auka hæfni þess til starfa og þátttöku í daglegu lífi eða á almennum vinnumarkaði.
- Hjúkrunarsambýli og dagdeild fyrir eldra fólk með heilabilun.
- Félagsstarf eldra fólks sem býður upp á fjölbreytta, skipulagða dagskrá yfir vetrarmánuðina í þremur félagsmiðstöðum bæjarins.
Starf á heimili fyrir fatlað fólk
Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir starfskrafti í íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun.
Um er að ræða fullt starf í blandaðri vaktavinnu.
Fjölbreytt og krefjandi verkefni í skemmtilegum íbúðakjarna þar sem búa 6 einstaklingar með einhverfu og skyldar raskanir.
Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við athafnir daglegs lífs, bæði heima við sem og í námi, leik og starfi
- Vera góð fyrirmynd
- Stuðla að auknu sjálfstæði íbúa og samfélagsþátttöku
- Taka þátt í meðferð sem miðar að því að minnka ögrandi hegðun íbúa
- Samvinna við samstarfsfólk, utanaðkomandi fagaðila og aðstandendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjandi verður að hafa náð 18 ára aldri
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Gott líkamlegt ástand
- Reynsla af störfum með fólki með fötlun er kostur
- Samskiptahæfni og samstarfshæfileikar
- Framtakssemi, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
Fríðindi í starfi
- Frítt í sund í sundlaugum Kópavogs
Advertisement published6. December 2024
Application deadline5. January 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
Location
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordPositivityPhysical fitnessHuman relationsConscientiousIndependenceFlexibilityTeam workCare (children/elderly/disabled)Working under pressurePatience
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Starfsfólk við aðhlynningu aldraðra
Seltjörn hjúkrunarheimili
Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Ráðgjafi í málaflokki fatlaðs fólks
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Meðferðaraðili - Heilaörvunarmiðstöð HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sjúkraliði óskast á öldrunarlækningadeild L4 á Landakoti
Landspítali
Þroskaþjálfi/stuðningsfulltrúi með háskólamenntun í búsetu
Ás styrktarfélag
Starfsmaður í fylgd fatlaðra í akstursþjónustu
Sveitarfélagið Árborg
Starfsmaður í umönnun á K2 Landakoti
Landspítali
Starf við umönnun á öldrunarlækningadeild L4 á Landakoti
Landspítali
Kennari - Leikskólinn Bjarkalundur
Hafnarfjarðarbær
Starfsmaður í íbúaeldhús – Sólvangur
Sólvangur hjúkrunarheimili
Framtíðarstarf í umönnun - Ísafold
Hrafnista