Sérfræðingur á fjölskyldusviði Árborgar
Við leitum að áhugasömum og jákvæðum einstaklingi til að taka þátt í mikilvægum og fjölbreyttum uppbyggingarverkefnum hjá fjölskyldusviði Árborgar. Í sveitarfélaginu, með rúmlega 12 þúsund íbúa, er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf í velferðar-, frístunda- og skólaþjónustu.
Leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera frumkvæði, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða nýtt, áhugavert og fjölbreytt starf í hvetjandi starfsumhverfi.
Um starfið
Starfið heyrir beint undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í starfinu felst mikið samstarf og teymisvinna með öðrum stjórnendum sveitarfélagsins sem sinna fjölbreyttum málaflokkum, m.a.:
-
Málefnum fjölskyldna
-
Málefnum einstaklinga 18 ára og eldri
-
Málefnum nemenda í leik- og grunnskólum
-
Málefnum fatlaðra, flóttamanna- og innflytjendamálum
-
Öðrum málaflokkum
-
Verkefnastjórn s.s. stefnumótun og utanumhald viðburða á vegum sviðsins
-
Utanumhald og innleiðing nýrra verkefna
-
Gerð verkferla og endurskoðun reglna
-
Utanumhald gagna fyrir sviðið s.s. stöðuskýrslna og árskýrslna
-
Þátttaka í sértækum vinnuhópum
-
Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar
-
Samstarf við viðeigandi stofnanir innan og utan sveitarfélagsins
-
Þátttaka í umbótastarfi í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og viðeigandi lög
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Þekking á opinberri stjórnsýslu kostur
-
Þekking og reynsla af verkefnastjórnun skilyrði
-
Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu kostur
-
Þekking og reynsla af velferðarþjónustu kostur
-
Þekking og reynsla af fræðslumálum kostur
-
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti skilyrði
-
Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi
-
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum skilyrði
-
Hæfni til að tileinka sér nýja tækni og þekkingu á hugbúnaði og öðrum kerfum