Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Sérfræðingur á fjölskyldusviði Árborgar

Við leitum að áhugasömum og jákvæðum einstaklingi til að taka þátt í mikilvægum og fjölbreyttum uppbyggingarverkefnum hjá fjölskyldusviði Árborgar. Í sveitarfélaginu, með rúmlega 12 þúsund íbúa, er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf í velferðar-, frístunda- og skólaþjónustu.

Leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera frumkvæði, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða nýtt, áhugavert og fjölbreytt starf í hvetjandi starfsumhverfi.

Um starfið

Starfið heyrir beint undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í starfinu felst mikið samstarf og teymisvinna með öðrum stjórnendum sveitarfélagsins sem sinna fjölbreyttum málaflokkum, m.a.:

  • Málefnum fjölskyldna

  • Málefnum einstaklinga 18 ára og eldri

  • Málefnum nemenda í leik- og grunnskólum

  • Málefnum fatlaðra, flóttamanna- og innflytjendamálum

  • Öðrum málaflokkum

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórn s.s. stefnumótun og utanumhald viðburða á vegum sviðsins 

  • Utanumhald og innleiðing nýrra verkefna  

  • Gerð verkferla og endurskoðun reglna  

  • Utanumhald gagna fyrir sviðið s.s. stöðuskýrslna og árskýrslna 

  • Þátttaka í sértækum vinnuhópum 

  • Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar 

  • Samstarf við viðeigandi stofnanir innan og utan sveitarfélagsins 

  • Þátttaka í umbótastarfi í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og viðeigandi lög 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 

  • Þekking á opinberri stjórnsýslu kostur 

  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun skilyrði  

  • Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu kostur 

  • Þekking og reynsla af velferðarþjónustu kostur 

  • Þekking og reynsla af fræðslumálum kostur 

  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti skilyrði 

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi 

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum skilyrði 

  • Hæfni til að tileinka sér nýja tækni og þekkingu á hugbúnaði og öðrum kerfum 

Advertisement published20. December 2024
Application deadline7. January 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Designing proceduresPathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.Implementing proceduresPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags