Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Verkefnastjóri í sálfræðideild, tímabundin staða

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf verkefnastjóra á skrifstofu deildarinnar. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða.

Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Starfið veitir ýmis tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir nemendur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta og samskipti við nemendur og starfsmenn deildar
  • Umsjón og skipulag námsbrauta við deildina í samvinnu við forstöðumann
  • Skráning námskeiða, kennara og kennslubóka
  • Umsjón með efni á vef deildarinnar
  • Umsjón með stundatöflugerð, umsóknarferli og gerð kennsluskrár
  • Ýmis konar gagnaöflun
  • Þátttaka í kynningu á náminu, t.d. á nýnemadögum og Háskóladeginum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunnháskólapróf sem nýtist í starfi, sálfræðinám kostur
  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Mikil skipulagshæfni og frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta (bæði talað og ritað mál)
  • Góð tölvukunnátta nauðsynleg
Advertisement published17. December 2024
Application deadline6. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags