Veitur
Veitur
Veitur

Verkefnastjóri í fjárfestingadeild Vatnsmiðla

Viltu taka þátt í að byggja upp grunnstoðir samfélagsins til framtíðar?

Fjárfestingardeild Vatnsmiðla leitar að drífandi einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, skipulagshæfni og framúrskarandi samskiptafærni. Ef þú brennur fyrir góðri samvinnu, traustu sambandi við hagaðila og viðskiptavini, og hefur áhuga á að takast á við krefjandi og skemmtileg verkefni með okkur þá viljum við heyra í þér!

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér að leiða og verkefnastýra fjárfestingarverkefnum Vatnsmiðla, þ.e.

  • Undirbúningur verkefna í samvinnu við bakhjarla, gerð kostnaðar- og tímaætlana og áhættumats
  • Umsjón með gerð hönnunargagna, útboðs- og verklýsinga
  • Tryggja leyfismál, verksamninga við ytri aðila og aðföng til verksins
  • Stýra framkvæmd verkefnis í samræmi við verksamning, kostnaðar- og tímaáætlanir
  • Skil verkefna og afhending til reksturs
  • Samskipti við hagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Frumkvæði og drifkraftur
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Framúrskarandi samskiptafærni
  • Umbóta- og öryggishugsun
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er æskileg (IPMA D-vottun eða sambærileg)
  • Reynsla af vinnu við veitukerfi er kostur
  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. verkefnastjórnun, verk-, tækni- eða iðnfræði
Advertisement published20. December 2024
Application deadline15. January 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags