Þjóðminjasafn Íslands
Þjóðminjasafn Íslands
Þjóðminjasafn Íslands

Þróunar- og fræðslustjóri

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar nýtt starf þróunar- og fræðslustjóra. Í boði er áhugavert og krefjandi starf með fjölbreyttum verkefnum fyrir metnaðarfullan einstakling þar sem reynir á teymisstjórn, frumkvæði, skapandi hugsun, ríka þjónustulund, og samskiptahæfni. Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi þar sem sköpun, fræðsla og varðveisla menningararfsins fléttast saman í hvetjandi og framsæknu umhverfi. Þróunar- og fræðslustjóri mun heyra undir framkvæmdastjóra þjónustusviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa og móta ásýnd Þjóðminjasafnsins með sérstakri áherslu á að laða að yngstu gestina og stuðla að aukinni þátttöku þeirra

  • Byggja upp virkt fræðslunet Þjóðminjasafnsins sem höfuðsafns

  • Bera ábyrgð á miðlun og fræðslu, með áherslu á gerð efnis fyrir ólíka hópa

  • Bera ábyrgð á viðburðateymi ásamt fræðslu- og viðburðadagskrá og þróun hennar

  • Stjórna verkefnum tengdum mótun, endurnýjun og viðhaldi á grunn- og sérsýningum til að tryggja nýsköpun og gæði

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfið er skilyrði

  • Reynsla af verkefnastjórnun á sviði fræðslu í safni er kostur

  • Reynsla af mannaforráðum er kostur

  • Frjó og skapandi hugsun

  • Færni í mótun hugmynda og lausna

  • Góð samskiptahæfni og leiðtogafærni eru skilyrði

  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

  • Vald á Norðurlandamáli er kostur

  • Vönduð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar eru skilyrði

Fríðindi í starfi
  • Íþróttastyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Stytting vinnuvikunnar
Advertisement published27. December 2024
Application deadline7. January 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Expert
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.Change managementPathCreated with Sketch.Public speakingPathCreated with Sketch.Article writingPathCreated with Sketch.CreativityPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Business strategyPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Project managementPathCreated with Sketch.Event management
Work environment
Professions
Job Tags