Þróunar- og fræðslustjóri
Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar nýtt starf þróunar- og fræðslustjóra. Í boði er áhugavert og krefjandi starf með fjölbreyttum verkefnum fyrir metnaðarfullan einstakling þar sem reynir á teymisstjórn, frumkvæði, skapandi hugsun, ríka þjónustulund, og samskiptahæfni. Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi þar sem sköpun, fræðsla og varðveisla menningararfsins fléttast saman í hvetjandi og framsæknu umhverfi. Þróunar- og fræðslustjóri mun heyra undir framkvæmdastjóra þjónustusviðs.
-
Þróa og móta ásýnd Þjóðminjasafnsins með sérstakri áherslu á að laða að yngstu gestina og stuðla að aukinni þátttöku þeirra
-
Byggja upp virkt fræðslunet Þjóðminjasafnsins sem höfuðsafns
-
Bera ábyrgð á miðlun og fræðslu, með áherslu á gerð efnis fyrir ólíka hópa
-
Bera ábyrgð á viðburðateymi ásamt fræðslu- og viðburðadagskrá og þróun hennar
-
Stjórna verkefnum tengdum mótun, endurnýjun og viðhaldi á grunn- og sérsýningum til að tryggja nýsköpun og gæði
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfið er skilyrði
-
Reynsla af verkefnastjórnun á sviði fræðslu í safni er kostur
-
Reynsla af mannaforráðum er kostur
-
Frjó og skapandi hugsun
-
Færni í mótun hugmynda og lausna
-
Góð samskiptahæfni og leiðtogafærni eru skilyrði
-
Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
-
Vald á Norðurlandamáli er kostur
-
Vönduð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar eru skilyrði
- Íþróttastyrkur
- Samgöngustyrkur
- Stytting vinnuvikunnar