Hér&Nú
Hér&Nú er ein af elstu og virtustu auglýsinga- og markaðsráðgjafastofum landsins. Allt frá 1990 hefur stofan haft frumkvæði í hönnun, strategískri hugsun og árangursmiðuðum auglýsingum.
Hér&Nú er hönnunardrifin auglýsingastofa. Í markaðssamskiptum opnar skapandi hönnun nýjar leiðir. Í krafti hennar mótum við frumkvæðisdrifin samskipti við viðskiptavini og vinnum þannig sameiginlega úr reynsluheimi okkar.
Samvinna sem á að vara til langs tíma hefst með greiningu og markvissri markmiðasetningu. Herferðir eru ágætar en þær eru orrustur. Stríðið um neytendur er þúsund ára stríð. 360° aðferðarfræði okkar er hægt að útskýra í löngu máli eða benda á metfjölda árangursverðlauna sem staðfestingu á því hvernig aðferðarfræðin virkar.
En við erum ekki bara auglýsingastofa. Við veitum þjónustu á borð við:
- Auglýsingar
- Almannatengsl
- Birtingar
- Nýmiðlun
BIRTINGARÁÐGJAFI / Hér&Nú birtingar
Hér&Nú leitar að birtingaráðgjafa til að stýra birtingum fyrir viðskiptavini okkar, með áherslu á almennar (innlendar) birtingar. Við leitum að einhverjum sem lifir og hrærist í auglýsingum og veit hvernig best er að ná athygli fjöldans. Starfið felur í sér spennandi uppbyggingu markaðsmála fyrir fjölbreytta flóru fyrirtækja auk markaðsgreiningar og samskipta við miðla og aðra birtingaraðila.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rannsaka, ákveða, setja upp og fylgja eftir dýnamískum auglýsingaherferðum á fjölbreyttum miðlum.
- Greina tölur, gögn og mismunandi strategíur til að veita bestu mögulegu ráðgjöf (sem hámarkar ROMI-árangur).
- Stýra birtingaaðgerðum og samningagerð við fjölmiðla til að hámarka sýnileika.
- Vinna að áætlun og skilvirkni í nýtingu birtingafjármagns.
- Vinna með hugmynda- og hönnurteymi að þróun herferða og auglýsinga.
- Reikningagerð, skýrslur og uppgjör.
- Fylgjast með, læra, þróa og vinna að aukinni þekkingu á leiðandi tækni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking á og reynsla af vinnu í auglýsingabirtingum og markaðsmálum æskileg.
- Góð þekking á tölfræði og tölfræðigreiningu auk getu til að vinna með tölfræðigreiningartæki.
- Ástríða fyrir auglýsingamálum og gott auga fyrir straumum og stefnum.
- Miklir samskiptahæfileikar, frumkvæði og geta til að vinna í hóp.
Advertisement published18. December 2024
Application deadline5. January 2025
Salary (monthly)550 - 750 kr.
Language skills
No specific language requirements
Location
Bankastræti 9, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsMarket researchIndependenceDefinition of target groupsPlanningReport writing
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)
Laust starf samfélagsmiðlasérfræðings Þjóðkirkjunnar
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa
Marketing Analyst
CCP Games
Customer Experience Manager
Medis
Markaðsfulltrúi
Garðheimar
Umsjónarhönnuður
Bláa Lónið
Digital Product Manager
CCP Games
Viðskiptastjóri í markaðsdeild
Bláa Lónið
Viðskiptastjóri Sensa
Sensa ehf.
Ferðaþjónusta - Skrifstofustarf
Snæland Grímsson ehf.
Sérfræðingur í rekstri samninga
Veitur
Aðstoðarmaður stjórnenda á skrifstofu félagsráðgjafa og sálfræðinga
Landspítali
Marketing and Growth Specialist 📢
HEIMA Software ehf.