

Nýsköpunarstjóri í viðskiptaþróun
Tækifæri fyrir sjálfbæran heim
Nýsköpun er lykillinn að verðmætasköpun, bættri nýtingu og minni losun í orkukerfi þjóðarinnar. Við sjáum tækifæri í sjálfbærri verðmætasköpun, sveigjanlegra orkukerfi, bættri nýtingu auðlinda og orkuskiptum. Við könnum tækifæri á markvissan hátt, metum fýsileika þeirra, forgangsröðum þeim og þróum valin verkefni áfram.
Við leitum að markaðsþenkjandi einstaklingi til að starfa með okkur í deild viðskiptaþróunar. Nýsköpunarstjórinn hefur brennandi áhuga á að hrinda í framkvæmd viðskiptatengdum þróunarverkefnum. Í starfinu reynir á reynslu og áhuga á markaðsgreiningum og fjármálum nýsköpunarverkefna. Við leitum að skipulögðum og kraftmiklum einstaklingi sem hefur ánægju af uppbyggilegum samskiptum við fjölbreytta hagaðila og samstarfsaðila innan- og utanlands.
- greining og þróun nýrra viðskiptatengdra nýsköpunartækifæra í samræmi við áherslur viðskiptaþróunar
- gerð markaðsgreininga og mat á fýsileika verkefna
- fjölbreytt samskipti á íslensku og ensku, þ.m.t. kynningar, fundir og tölvupóstsamskipti við mögulega viðskiptavini, samstarfsaðila og hagsmunaaðila
- háskólamenntun sem nýtist í starfi
- reynsla af viðskiptaþróun eða verkefnastjórnun
- skilningur á fjármálum og reynsla af nýsköpun













