Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur í mannvirkjaeftirliti

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) óskar eftir sérfræðingi í mannvirkjaeftirliti í teymi mannvirkjaskrár.

Hlutverk teymisins er að sinna eftirliti með fagaðilum, sem ýmist hafa löggildingu eða starfsleyfi hjá HMS, ásamt því að leggja grunninn að rekjanleika í mannvirkjagerð með réttri skráningu á mannvirkjum.

Starfið snýr að því að hafa umsjón með að fagaðilar sinni faglegu eftirliti við framkvæmdir, uppfylli lögbundið hlutverk sitt og ábyrgð þegar kemur að mannvirkjagerð.

Um er að ræða áhugavert tækifæri til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í góðu starfsumhverfi og hafa jákvæð áhrif.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samskipti við fagaðila í mannvirkjagerð
  • Eftirlit og eftirfylgni með skráningum á áfangaúttektum byggingarstjóra í mannvirkjaskrá
  • Framkvæmd eftirlits með starfi hönnuða,  iðnmeistara og byggingarstjóra
  • Fylgjast með þróun á sviði mannvirkjagerðar og stuðla að gæðum og öryggi
  • Móttaka, úrvinnsla og svörun fyrirspurna
  • Þátttaka í námskeiðshaldi fyrir fagaðila
  • Þátttaka í innleiðingu endurskoðaðs mannvirkjaeftirlits
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í verkfræði, arkitektúr, byggingafræði, tæknifræði eða sambærilegt
  • Reynsla af mannvirkjagerð
  • Sveinspróf í löggildri iðngrein er kostur
  • Ríkir samskiptahæfileikar, jákvætt og lausnamiðað hugarfar.
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hóp
  • Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt26. mars 2025
Umsóknarfrestur8. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar