Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur í byggingarkostnaði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að metnaðarfullum einstaklingi með tæknilega þekkingu á byggingu húseigna í teymi brunabótamats á starfsstöð HMS á Akureyri.

Samkvæmt lögum um brunatryggingar á að brunatryggja öll hús og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins. Matið á að endurspegla hvað það kostar að endurbyggja tiltekið hús eftir altjón þannig að það verði sambærilegt því sem það var áður með tilliti til aldurs og ástands.

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf við útreikning byggingarkostnaðar og þróun á aðferðafræði brunabótamats. Mikil framþróun á sér stað í teyminu og krefjandi og skemmtileg verkefni framundan.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun aðferðarfræði við útreikning brunabótamats
  • Framkvæmd kostnaðar- og brunabótamats
  • Gagnasöfnun og skoðun eigna
  • Greining og miðlun upplýsinga um byggingarkostnað og þróun brunabótamats
  • Þjónusta við einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög
  • Önnur verkefni í samráði við teymisstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði
  • Reynsla af mannvirkjagerð og /eða hönnun mannvirkja er kostur
  • Þekking og reynsla af tölfræðilegri greiningu er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
  • Lipurð í teymisvinnu, góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðuð hugsun
  • Góð íslensku og enskukunnátta
Auglýsing birt9. apríl 2025
Umsóknarfrestur28. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar