Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Forstöðumaður launadeildar

Við leitum af kraftmiklum stjórnanda með góða þekkingu á launavinnslu og launaáætlanagerð í starf forstöðumans launadeildar á Eir, Skjól og Hamra hjúkrunarheimili.

Forstöðumaður launadeildar Eirar, Skjóls og Hamra ber ábyrgð á fjölbreyttum verkefnum sem tengjast launavinnslu, launaáætlunum og stjórnun launatengdra verkefna. Launadeildin er með fjóra starfsmenn sem heyra undir forstöðumann. Deildin tilheyrir mannauðssviði og starfar í nánu samstarfi við stjórnendateymi heimilanna.

Hjúkrunarheimilin okkar eru óhagnaðardrifnar sjálfseignarstofnanir og hafa það að markmiði að veita persónulega þjónustu á faglegan og ábyrgan hátt. Íbúar og skjólstæðingar eru í forgrunni með virðingu, vellíðan og virkni að leiðarljósi í öllu okkar starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

1) Launavinnsla:

  • Tryggja rétta og tímanlega launavinnslu fyrir launaútborgun fyrir allt starfsfólk.
  • Yfirfara og samþykkja launaútreikninga.
  • Gætir þess að allar launagreiðslur séu í samræmi við gildandi kjarasamninga.

2) Launaáætlanagerð og kostnaðargreining:

  • Vinna launaáætlanir í samvinnu við stjórnendur og fjármála- og rekstrarsvið.
  • Halda utan um mönnunarmódel, ásamt vakta- og viðverukerfi MyTimeplan (MTP).
  • Fylgjast með launakostnaði og greina frávik frá áætlunum í samráði við stjórnendur.
  • Koma með tillögur að úrbótum í launastefnu stofnunar.

3) Viðverukerfi og tímaskráningar:

  • Ábyrgð og utanumhald á MTP.
  • Fylgjast með og uppfæra MTP í takt við kjarasamninga og aðrar breytingar.
  • Innra eftirlit, framþróun og frekari nýtingu MTP.
  • Þjónusta og kennsla stjórnenda við MTP.

4) Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur:

  • Veita stjórnendum ráðgjöf í samvinnu við mannauðsteymi sviðsins.
  • Útbúa og þátttaka í fræðslu til stjórnenda og starfsfólks um launamál, réttindi og skyldur.
  • Leysa úr launatengdum fyrirspurnum og ágreiningi.

5) Utanumhald og skýrslugerð:

  • Tryggja skil á gögnum til stéttarfélaga og lífeyrissjóða s.s. varðandi iðgjaldaskil og skilagreinar.
  • Fylgjast með breytingum á kjarasamningum og vinnulöggjöf og innleiðir í samvinnu við mannauðsteymi.

6) Samstarf og samhæfing:

  • Vinnur þétt með æðstu stjórnendum við gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með launakostnaði.
  • Tekur þátt í þróunarvinnu og umbótaverkefnum sem snúa að launamálum.
  • Vinnur í nánu samstarfi við mannauðsteymi að jafnlaunavottun ásamt sameiginlegum launa- og mannauðsferlum.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem stjórnandi felur viðkomandi.
Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svosem viðskiptafræði, hagfræði eða reikningshald, er skilyrði.

1) Fagleg þekking og reynsla:

  • Reynsla af launavinnslu og launatengdum verkefnum.
  • Þekking á kjarasamningum, vinnurétti, lífeyrissjóðsgreiðslum og skattamálum.
  • Reynsla af gerð launaáætlana og launakostnaðargreininga.
  • Þekking á launakerfum og vaktavinnuumhverfi.
  • Þekking á upplýsingatækni sem tengist launavinnslu, þekking á H3 og MyTimeplan (MTP) er kostur.

2) Stjórnun og samskiptahæfni:

  • Reynsla af stjórnun eða leiðtogahlutverki er kostur.
  • Góð hæfni í samskiptum.
  • Hæfni til að veita ráðgjöf og kenna.
  • Skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi og með ströng tímamörk.

3) Tæknileg færni og greiningarhæfni:

  • Hæfni til að vinna með tölfræðigögn, launagreiningar og fjármálaupplýsingar.
  • Góð tök á Excel og öðrum fjármálakerfum
  • Geta til að vinna greiningar og skýrslur.
Fríðindi í starfi
  • Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni.
  • Íþróttastyrkur, öflugt starfsmannafélag og gott mötuneyti.
Umsóknarfrestur

Um er að ræða framtíðarstarf. 

Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2025.

Nánari upplýsingar veitir Helga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, [email protected].

Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili hafa hlotið jafnlaunavottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85.

Auglýsing birt10. mars 2025
Umsóknarfrestur30. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar