

Fjármálasvið - Sumarstarf
Samkaup leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í sumarstarf á fjármálasvið fyrirtækisins. Starfsmaður mun starfa á aðalskrifstofu Samkaupa, Krossmóa 4 Reykjanesbæ.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan maí og starfstímanum lýkur um mánaðarmót ágúst/september.
Samkaup er skemmtilegur og líflegur vinnustaður og hentar starfið einstaklingum af öllum kynjum.
- Færsla fjárhagsbókhalds
- Afstemmingar
- Reikningagerð
- Greiðsla og innheimta reikninga
- Skráning og frágangur
- Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla af gjaldkerastörfum og/eða bókhaldsstörfum æskileg
- Reynsla og þekking af bókhaldskerfum kostur
- Skipulagshæfni
- Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
- Velferðarþjónusta Samkaupa
- Afsláttarkjör í verslunum Samkaupa
- Heilsustyrkur til starfsmanna í boði













