Birta lífeyrissjóður
Birta lífeyrissjóður
Birta lífeyrissjóður

Sérfræðingur í framlínu

Við leitum að starfsmanni í framlínu Birtu lífeyrissjóðs. Um er að ræða þjónustu við sjóðfélaga okkar hvað varðar iðgjalda-, lífeyris- og lánamál. Við leitum að starfsmanni sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni og mjög ríkri þjónustulund.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samskipti og úrvinnsla erinda sjóðfélaga er varða lífeyrismál
  • Samskipti og aðstoð við núverandi og framtíðar lántakendur
  • Aðstoð og samskipti við sjóðfélaga er varðar séreign
  • Aðstoð við launagreiðendur er varðar greiðslu iðgjalda og innheimtu þeirra
  • Þátttaka í umbótaverkefnum framlínu sem stuðla að betri þjónustu og rekstri
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
  • Jákvætt hugarfar, áhugi á stafrænni þjónustu og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu
  • Reynsla af störfum tengdum lífeyrismálum og lánamálum er kostur
  • Drifkraftur, frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Mjög góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér ný kerfi
  • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt í rituðu sem töluðu máli
Auglýsing birt28. mars 2025
Umsóknarfrestur8. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Sundagarðar 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar