

Viltu taka þátt í að móta einn stærsta vildarklúbb landsins?
Við leitum að öflugum aðila sem brennur fyrir upplifun viðskiptavina til að leiða rekstur FyrirÞig vildarklúbbsins með það að markmiði að halda áfram að tryggja viðskiptavinum Nova mest fyrir peninginn. Sem rekstrarstjóri FyrirÞig verður þú helsti tengiliður við samstarfsaðila Nova, átt í virku samtali við þróunarteymi Nova og tryggir að fríðindum í Nova appinu fari sífellt fjölgandi og að gæði þeirra séu fyrsta flokks.
-
Tryggja stöðugan straum spennandi nýrra fríðinda (2F1, FríttStöff, Klipp, FyrstiSéns) innan FyrirÞig vildarklúbbsins.
-
Vinna náið með þróunarteymi Nova í mótun á fríðindum innan FyrirÞig.
-
Halda utan um samstarf, samskipti og samningagerð við núverandi og nýja samstarfsaðila
-
Vera rödd viðskiptavinarins þegar kemur að þróun appsins og vinna náið með vöruþróunarteymi Nova að umbótun byggt á endurgjöf viðskiptavina.
-
Stýra rekstri og dagskrá Diskókúlunnar, farartækis FyrirÞig vildarklúbbsins.
-
Styðja við fjölbreytt verkefni markaðsteymis Nova eftir þörfum
Við leitum að einstaklingi sem hefur:
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
-
Góðan skilning á fríðindakerfum og þarfagreiningu viðskiptavina.
-
Brennandi áhuga á upplifun viðskiptavina og nýsköpun á því sviði.
-
Framúrskarandi samskiptafærni
-
Getu til að vinna sjálfstætt og í teymi













