Nova
Nova
Nova

DevOps sérfræðingur

Nova leitar að öflugum DevOps sérfræðing til að stíga þéttan dans milli hugbúnaðarþróunar og rekstur upplýsingatæknivinnviða. Viðkomandi yrði partur af Hugbúnaðarþróun Nova og myndi sjá um framþróun útgáfu- og vöktunarinnviða í samvinnu við öll teymi Hugbúnaðarþróunar. Við leitum að aðila sem getur unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og hefur endalausn metnað á því að bæta útgáfupípur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróun og viðhald á útgáfupípum hugbúnaðar (CI/CD).
  • Þróun og viðhald á k8s innviðum með tilliti til skalanleika, áreiðanleika og öryggis.
  • Þáttaka í verkefnum sem snúa að vöktun, eftirlit, áreiðanleika og bættu rekstaröryggi (monitoring and overservability).
  • Þáttaka í mótun stefnu um hvaða tól eru notuð í þróunarinnviðum (development platform tooling).
  • Taka þátt í þverfaglegri samvinnu milli hugbúnaðarþróunar, kerfisstjórnar og annarra varðandi rekstrarinnviði.
  • Vinna að útbótum á upplifun forritara við þróun (DevEx).
  • Aðstoða aðra í teyminu við áskoranir tengdar útgáfuferlum.
  • Uppsetning á mælingum á útgáfuferli hugbúnaðar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, annað sambærilegt nám.
  • Reynslu af CI/CD tólum. Hjá okkur má m.a. finna TeamCity, GitHub Actions, ArgoCD og Octopus.
  • Þekkingu á Docker og k8s.
  • Þekking á IaC tólum t.d. Terraform.
  • Reynsly af GitOps aðferðafræði.
  • Þekking á Monitoring og Observability tólum. Í dag notum við m.a. Azure Application Insights, Splunk, Grafana ofl.
  • Kostur að kannast við DORA mælikvarða.
  • Reynsla af hugbúnaðarþróun. Hjá Nova erum við með hugbúnað skrifaðan m.a. í .NET, Node.js, Java og Go.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2025.

Auglýsing birt22. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar