
Nova
Þann 1. desember 2007 opnaði Nova dyrnar að Stærsta skemmtistað í heimi - internetinu! Síðan þá höfum við lagt ofur áherslu á að hlaupa hratt og vera fyrst með nýjungarnar. Við vorum fyrst allra íslenskra símafyrirtækja til að bjóða upp á 4G, 4.5G og nú síðast 5G.
Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á kerfi Ljósleiðarans ehf. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi. Aðeins það besta fyrir okkar fólk!
Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 16 ár sem er viðurkenning sem við erum einstaklega þakklát fyrir! Slíkum árangri væri ekki hægt að ná nema með besta liðinu en við leggjum okkur öll fram við það alla daga að skapa besta vinnustaðinn. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og kappsemi.
Þó við segjum sjálf frá, þá er starfsfólk Nova sérlega skemmtilegt, liðsheildin góð og starfsandinn svífur í hæstu hæðum.
Við erum sérstaklega stolt, auðmjúk og þakklát fyrir það að hafa fengið nafnbótina Fyrirtæki ársins í fjögur skipti ásamt því að vera Fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR 15 ár í röð og hlotið Jafnlaunavottun 2023-2026.
Viltu dansa með okkur?

DevOps sérfræðingur
Nova leitar að öflugum DevOps sérfræðing til að stíga þéttan dans milli hugbúnaðarþróunar og rekstur upplýsingatæknivinnviða. Viðkomandi yrði partur af Hugbúnaðarþróun Nova og myndi sjá um framþróun útgáfu- og vöktunarinnviða í samvinnu við öll teymi Hugbúnaðarþróunar. Við leitum að aðila sem getur unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og hefur endalausn metnað á því að bæta útgáfupípur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og viðhald á útgáfupípum hugbúnaðar (CI/CD).
- Þróun og viðhald á k8s innviðum með tilliti til skalanleika, áreiðanleika og öryggis.
- Þáttaka í verkefnum sem snúa að vöktun, eftirlit, áreiðanleika og bættu rekstaröryggi (monitoring and overservability).
- Þáttaka í mótun stefnu um hvaða tól eru notuð í þróunarinnviðum (development platform tooling).
- Taka þátt í þverfaglegri samvinnu milli hugbúnaðarþróunar, kerfisstjórnar og annarra varðandi rekstrarinnviði.
- Vinna að útbótum á upplifun forritara við þróun (DevEx).
- Aðstoða aðra í teyminu við áskoranir tengdar útgáfuferlum.
- Uppsetning á mælingum á útgáfuferli hugbúnaðar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, annað sambærilegt nám.
- Reynslu af CI/CD tólum. Hjá okkur má m.a. finna TeamCity, GitHub Actions, ArgoCD og Octopus.
- Þekkingu á Docker og k8s.
- Þekking á IaC tólum t.d. Terraform.
- Reynsly af GitOps aðferðafræði.
- Þekking á Monitoring og Observability tólum. Í dag notum við m.a. Azure Application Insights, Splunk, Grafana ofl.
- Kostur að kannast við DORA mælikvarða.
- Reynsla af hugbúnaðarþróun. Hjá Nova erum við með hugbúnað skrifaðan m.a. í .NET, Node.js, Java og Go.
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2025.
Auglýsing birt22. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Bakenda forritari
Nova

Séní í kerfisrekstri
Nova

Sumarstarf - GreenFish Developer
GreenFish

Verkefnastjórn og framkvæmdaráðgjöf byggingarframkvæmda
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í gagnaforritun (e. Data Engineer)
Síminn

Sumarstörf á Vestursvæði: Umsjónardeild og Þjónustudeild
Vegagerðin

Vörueigandi Áhættustýringarlausna
Íslandsbanki

Salesforce forritari
VÍS

CRM Manager
Key to Iceland

Aðstoðarverkefnastjóri / Tæknimaður á skrifstofu
Atlas Verktakar ehf

Sérfræðingur í áhættustjórnun
Kerecis

Gæðasérfræðingur
Steypustöðin