Nova
Nova
Nova

Sölu- og þjónustustjóri Nova

Við leitum að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi leiðtogahæfni til að taka dansinn með okkur og stýra þjónustuveri Nova. Sölu- og þjónustustjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri þjónustuvers sem og árangri og gleði hópsins sem þar starfar.

Leiðtogahæfni, lífsgleði, metnaður og keppnisskap eru eiginleikar sem skipta miklu máli auk framúrskarandi þjónustulundar, mikilla söluhæfileika og áreiðanleika. Við leitum að metnaðarfullum starfskrafti sem ætlar sér að hjálpa okkur að viðhalda ánægðustu viðskiptavinunum hjá Nova ásamt því að slá sölumet alla daga og þjálfa okkur upp í að verða best!

Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er bráðnauðsynleg. Sömuleiðis ódrepandi áhugi á sölu- og þjónustumálum, víðsýni, samskiptahæfileikar, tæknikunnátta og allt það. Já, þú skilur þetta rétt við erum að leita að týpu sem brennur fyrir upplifun viðskiptavina!

Hjá Nova starfar öflugur hópur starfsfólks. Við hlaupum hratt og leggjum gríðarlega áherslu á sterka liðsheild. Við leitum að stjórnanda sem vinnur vel með okkur og tekur okkur skrefinu lengra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hafa eftirlit með daglegum rekstri þjónustuvers og tryggja að dagleg markmið náist.
  • Tryggja mönnun, þjálfun og starfsþróun starfsfólks í þjónustuveri.
  • Viðhalda háum þjónustustöðlum og þjónustukúltúr, og tryggja að þjónusta sé samrýmd á öllum snertiflötum viðskiptavina við Nova.
  • Vinna stöðugt að því að fara frammúr væntingum viðskiptavina og stækka dansgólfið.
  • Byggja upp verkfærakistu fyrir sölu- og þjónustufulltrúa til að geta veitt sem besta þjónustu og klárað sem flest mál í fyrstu snertingu.
  • Stuðla að samstarfi og jákvæðu starfsumhverfi. Vinna náið með öðrum deildum til að tryggja samræmingu og samþættingu í þjónustuviðleitni.
  • Greina gögn og gera reglulega úttektir á þjónustu ásamt því að bregðast við stærri kvörtunum og frávikum í þjónustu, og innleiða umbætur til að bæta upplifun viðskiptavina í hvívetna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af stjórnun í sölu og þjónustu.
  • Brennandi áhugi á upplifun viðskiptavina og hæfni til að auka ánægju.
  • Sterk leiðtogafærni og framúrskarand samskiptafærni.
  • Hæfni til að setja skýr markmið og vinna lausnarmiðað.
  • Öflug sýn á nýjar leiðir í þjálfun.
Auglýsing birt25. mars 2025
Umsóknarfrestur7. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar