

iClean óskar eftir öflugum starfsmanni í sérverkefna deild
Starf vegna sérverkefna.
Um er að ræða 100% starf sem unnið er alla virka daga að jafnaði auk tilfallandi verkefna á öðrum tímum samkvæmt samkomulagi.
Starfslýsing
- Hafa umsjón og ábyrgð á sérverkefnum innan iClean
- Vera í samskiptum við tengiliði verkefna og þjónustustjóra.
- Aðstoð við tilfallandi sérverkefni (Bón,Útkeyrslu,Gler,Hreingerning,Teppahreinsun ofl)
- Eftirlit og viðhald tækja og áhalda.
- Almenn þrif á ökutæki sem hann fær í umsjón.
- Önnur verkefni frá Deildarstjóra.
Starfsmaður í sérverkefna deild kemur til með að vinna með hóp einstaklinga sem hefur það að markmiði að viðhalda góðu orðspori iClean með framúrskarandi þjónustu og vönduð vinnubrögð.
Vinnufyrirkomulag:
Starfað er á höfuðborgarsvæðinu.
Vinnutími er að öllu jöfnu milli 08:00 - 16:00
Menntunar- hæfniskröfur:
- Bílpróf. - nauðsýnlegt
- Íslensku- eða Ensku kunnáttu í rituðu og töluðu máli.
Kröfur um reynslu:
Æskilegt að umsækjandi hafi reynslu af stjórnun ökutækja.
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
- Skipulagshæfni.
Æskilegir eiginleikar:
Við leitum að einstakling með ríka þjónustulund, þægilegt viðmót, markviss vinnubrögð, sjálfstæði,
mjög góða hæfni í mannlegum samskiptum, metnað og vilji til að ná árangri,
heilsuhraust/ur, stundvís, áreiðanleg/ur og heiðaleg/ur.
Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um menntun en reynsla af stjórnun og ræstingum er kostur.
Annað:
Umsækjandi þarf að vera orðinn 25 ára.
Umsækjandi þarf að skila inn sakavottorði.
Umsóknir og frekari upplýsingar: [email protected]














